Skólaþing 2017

Á ég að gera það?

Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 6. nóvember 2017.

Fundarstjórar: Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar Garðabæjar og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.

Glærur fyrirlesara má nálgast með því að smella á nafn viðkomandi.

08:15 Skráning
08:45 Í upphafi skyldi endinn skoða
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
 

I.  Tökum nýjan kúrs

09:00

Forysta, samvinna, ábyrgð - Hættum að reyna að breyta nemendum
Edda Óskarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Evrópumiðstöð um sérkennslu og skóla án aðgreiningar

Stefnan um skóla sem er fyrir öll börn og ungmenni, án aðgreiningar, kallar á að við færum fókusinn frá því að einblína á nemendur sem vandamál sem við leysum með sérkennslu og greiningum, til þess að horfa skólann, kennslustofuna og kennslufræðina og greina hverju þarf að breyta til að taka á móti fjölbreyttum nemendahópi og undirbúa hann undir óráðna framtíð. Stefnan um skóla án aðgreiningar er ferli sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Mikilvægir þættir sem styðja við þetta ferli eru forysta, samvinna og ábyrgð.

09:20

Menntun fyrir alla: lykilniðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar og aðgerðir


Ragnar S. Þorsteinsson, verkefnisstjóri stýrihóps um eftirfylgni úttektarinnar

Í erindinu mun Ragnar fjalla um meginniðurstöður úttektarinnar og hvernig við þeim skuli brugðist. Aðilar að stýrihópi auk mennta- og menningarmálaráðuneytis eru fulltrúar bæði heilbrigðis- og félagsmálahluta velferðarráðuneytis, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og Heimili og skóli. Samstarfsyfirlýsing þessara aðila felur í sér vilja þeirra til þess að fylgja eftir niðurstöðum úttektar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með sameiginlegri aðgerðaáætlun.

09:40

Breyttar áherslur - virkt samspil kerfa í allra þágu

Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Fjallað verður um ávinning þess að samþætta þjónustu þeirra sem veita fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu og á hvern hátt Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins getur komið þar að. Jafnframt hvort endurskoða þurfi forsendur fjármögnunar þjónustunnar og þá hvernig.                   

10:00


Skólaþjónusta sveitarfélaga – hvernig getur hún stutt við starfsþróun skóla á sjálfbæran hátt?

Hermína Gunnþórsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri ogBirna María B. Svanbjörnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Í erindinu verður farið fjallað um hlutverk og útfærslu skólaþjónustu sveitarfélaga og hvernig getur hún stutt við starfsþróun skóla á sjálfbæran hátt út frá mismunandi forsendum skóla og sveitarfélaga? Að hverjum þarf hún að beinast og með hvaða áherslum? Hverju þarf að breyta og hvernig? Tekin verða dæmi um raunhæfar framkvæmdir sem vert er að skoða frekar

10:20 Kaffihlé
10:40


Fögnum tækninni – tækifærin eru óendanleg

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur

Við sjáum tækniframfarir á öllum sviðum samfélagsins, þ.m.t. þeim sem lúta að menntun og skólastarfi. Sumar eru mjög sýnilegar en aðrar ekki jafn augljósar. Margvísleg tækifæri felast í hagnýtingu tækninnar þegar kemur að því að veita nemendum og skólum faglega, sérhæfða þjónustu óháð landfræðilegri legu og þróunin er hröð. Mikilvægt er að við tökum virkan þátt í þeirri þróun og aukum jafnræði nemenda til náms.

11:00 Umræðuhópar að störfum
12:00 Matarhlé
 

II. Hvar eru kennararnir?

13:00


Viðbrögð HA, MVS og sambandsins við nýliðunarvanda í kennarastétt

Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins

MVS, HA og sambandið hafa með sér formlegan samráðsvettvang til faglegrar umræðu og skoðanaskipta um nám og kennslu og menntun kennaraefna.  2. febr. sl. var haldinn fyrsti sameiginlegi vinnufundur háskólanna og sambandsins þar sem nýliðun í kennarastétt var til umfjöllunar og leiðir til að bregðast við. Í erindinu hér á eftir fer Svandís yfir þessar tillögur og hvernig áætlað er að vinna þeim brautargengi.

13:20


Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp kennara

Jóhannes Skúlason, ráðgjafi og fv. grunnskólakennari

Er kennaraskortur vandamál eða úrlausnarefni, spyr Jóhannes. Hvernig við nálgumst málefni hefur áhrif á niðurstöðuna. Nokkrir þættir sem hafa áhrif á áhuga kennara á að starfa við kennslu og hvernig er hægt að nálgast þá til að breyta viðhorfi.

13:40


Bókun 1 með kjarasamningi FG og SNS og umbótaáætlanir sveitarfélaga

Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins

Kynntar verð helstu niðurstöður og úrvinnsla gagna hvað varðar vinnu sveitarfélaga/skóla  við bókun 1.  M.a verður greint frá þeim atriðum sem samstarfsnefnd Félags grunnskólakennara og SNS er sammála um að séu helstu áhersluatriði/ábendingar sem komu fram í lokaskýrslum og umbótaáætlunum sveitarfélaga. Umrædd atriði er mikilvægt að skoða vandlega bæði staðbundið en einnig almennt með það markmið í huga að bæta framkvæmd skólastarfs og ná sátt um starfsumhverfi kennara.

14:00


Það er leikur að læra

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar

Rætt verður um fjölgun nema í leikskólakennarafræðum í Reykjanesbæ og skoðaðar hvað breytur hafa áhrif á að starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins velja að hefja leikskólakennaranám og hvað vegur þyngst. Velt verður upp hvort það sé stuðningur sveitarfélagsins, viðhorf út í samfélaginu,andinn í starfsmannahópnum, kröfur foreldra um gæða nám eða væntingar leikskólakennaranemana.

14:20


Hver vill koma að kenna? - sjónarmið stúdenta

Hjörvar Gunnarsson, nemi við MVS og Sólveig María Árnadóttir, nemi við HA

Í erindi sínu fjalla þau Hjörvar og Sólveig María um það sem helst laðar stúdenta að kennaranámi og hvers vegna þau völdu að fara í kennaranám. Þá munu þau ávarpa þann nýliðunarvanda sem við blasir og varpa fram eigin tillögum um hvað sé til ráða.

14:40 Umræðuhópar að störfum
15:40


„Á ég að gera það?“

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi