Rétt málsmeðferð – ánægðir starfsmenn

Námskeið haldin um land allt í byrjun árs 2014

Námskeiðið var skipulagt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélagi Íslands  og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.  Það var ætlað skólastjórum í leik- og grunnskólum, fræðslustjórum og starfsmannstjórum í sveitarfélögum.  Aðstoðarskólastjórar geta einnig sótt námskeiðið falli umfjöllunarefnin að starfssviði þeirra. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki ferli ráðningarmála og uppsagna, geti brugðist við af öryggi og beitt meginreglum stjórnsýsluréttar þegar við á. Fjallað var um starfsmannamál, hvernig skólastjórar hafa frumkvæði og taka á málum þegar leiðbeina þarf starfsmanni um starfið, hegðun eða samskipti. Lögð voru raunhæf verkefni fyrir þátttakendur til úrlausnar í tengslum við tiltekin álitaefni.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru:

  • Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, 
  • Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands og
  • Karl Frímannsson, þróunarstjóri starfsmannamála Akureyrarbæjar.

Dagskrá:


13:00
Ráðningamál. Helstu grunnatriði hvað varðar ráðningar og hvað ber að varast – Erna Guðmundsdóttir
Raunhæft verkefni – Yfirferð niðurstaðna og umræður
Umræður

14:25 Kaffihlé
14:40 Starfsmannamál, leiðbeiningarsamtöl og áminningar
– Karl Frímannsson

Raunhæft verkefni – Yfirferð niðurstaðna og umræður
Umræður
  Áminningar. Yfirferð niðurstaðna og umræður
Sólveig B. Gunnarsdóttir
Raunhæft verkefni – Yfirferð niðurstaðna og umræður
16:30 Námskeiðslok