Menntun án aðgreiningar

Fimmtudaginn 2. mars 2017 skrifuðu Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og Heimili og skóli undir viljayfirlýsingu um að fylgja eftir niðurstöðum úttektar á framkvæmd stefnu um menntun á aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Til grundvallar samstarfinu liggja tillögur í skýrslu Evópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir (European Agency for Special Needs and Inclusive Education) sem unnin var í samræmi við verksamning mennta- og menningarmálaráðherra og miðstöðvarinnar.

Fundurinn, sem fór fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, var tekinn upp en vegna tæknilegra örðugleika á fundarstað tókst ekki að ná myndum af fyrirlesurum.