Geðheilbrigði skólabarna - hvar liggur ábyrgðin?

Morgunverðarfundur um skólamál

Föstudaginn 3. febrúar í Gullteigi A á Grand hóteli í Reykjavík.

Dagskrá:

08:00 Morgunmatur og skráning
08:30 „Pabbi, getur enginn læknað mig?“
Magnús S. Guðmundsson, félagsmálafræðingur og foreldri
Magnús Sigurjón er faðir 10 ára stúlku sem hefur á undanförnum árum verið að kljást við kvíða og þráhyggju. Hann ritaði grein um baráttu þeirra í leit að hjálp í lok árs 2016 sem vakti nokkra athygli. Þar sagði Magnús frá því hvernig mál dóttur hans hefur flakkað um í kerfinu og velti vöngum yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Í erindi sínu ætlar hann að fjalla um þrautagöngu foreldra og velta upp hvað sé til ráða.
Vegna tæknilegra vandamála er erindi Magnúsar í tveimur hlutum hér að neðan. Seinni hlutinn kemur á vefinn ekki seinna en á mánudag, 6. febrúar.
Fyrri hluti
Magnús seinni hluti

08:50 Sjónarhorn barna- og unglingageðlæknis
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL
Í erindinu verður fjallað um vaxandi algengi geðræns vanda hjá börnum og unglingum ásamt því að skoðaðir verða áhættu- og verndandi þættir. Einnig verður fjallað um þjónustu Barna- og unglingageðdeildar við þennan málaflokk.
Guðrún
09:10

Samtal + tími = líkleg lækning?
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarkaupstaðar
Forvarnir skipta máli til að vinna gegn alvarlegum kvíða og þunglyndi barna. Að hjálpa börnum að skilja flókinn veruleika nútímans og leiðbeina þeim við að sjá hve hann getur verið fallegur er samfélagsleg ábyrgð. Þar koma foreldrar, kennarar og aðrir fullorðnir við sögu.

Soffía Vagnsdóttir

09:30 Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri: Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri í Árborg