Skólamálanefnd

Skólamálanefnd


Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga er fimm manna nefnd sérfræðinga  um málefni er varða skóla- og menntamál sveitarfélaga, samskipti ríkis og sveitarfélaga og sveitarfélaga innbyrðis á þeim vettvangi. Skólamálanefndin er ráðgefandi fyrir stjórn og starfsemi sambandsins í skóla- og fræðslumálum og fundar að öllu jöfnu mánaðarlega.

Skólamálanefnd 2014-2018 er þannig skipuð:

  • Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar
  • Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs,
  • Margrét Halldórsdóttir, forstöðumaður skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, og
  • Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
  • Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar

Starfsmaður nefndarinnar er Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins.