Rétt málsmeðferð – ánægðir starfsmenn

Námskeiðið er skipulagt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélagi Íslands  og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.  Það er ætlað skólastjórum í leik- og grunnskólum, fræðslustjórum og starfsmannstjórum í sveitarfélögum.  Aðstoðarskólastjórar geta einnig sótt námskeiðið falli umfjöllunarefnin að starfssviði þeirra. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki ferli ráðningarmála og uppsagna , geti brugðist við af öryggi og beitt meginreglum stjórnsýsluréttar þegar við á. Fjallað verður um starfsmannamál, hvernig skólastjórar hafa frumkvæði og taka á málum þegar leiðbeina þarf starfsmanni um starfið, hegðun eða samskipti. Lögð verða raunhæf verkefni fyrir þátttakendur til úrlausnar í tengslum við tiltekin álitaefni.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

 • Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, 
 • Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands og
 • Karl Frímannsson, þróunarstjóri starfsmannamála Akureyrarbæjar.

Skráning og þátttökugjald.  Þátttökugjald er 6000 krónur og fá þátttakendur sendan reikning að loknu námskeiði.

Dagskrá:

13:00
Ráðningamál. Helstu grunnatriði hvað varðar ráðningar og hvað ber að varast Erna Guðmundsdóttir
Raunhæft verkefni – Yfirferð niðurstaðna og umræður
14:25 Kaffihlé
14:40 Starfsmannamál, leiðbeiningarsamtöl og áminningar – Karl Frímannsson
Raunhæft verkefni – Yfirferð niðurstaðna og umræður
  Áminningar. Yfirferð niðurstaðna og umræður Sólveig B. Gunnarsdóttir
Raunhæft verkefni – Yfirferð niðurstaðna og umræður
16:30 Námskeiðslok

Námskeiðsstaðir:

 • 10. mars – Höfuðborgarsvæði og nágrenni, vegna leikskóla á Grand hóteli í Reykjavík

 • 11. mars – Höfuðborgarsvæði og nágrenni, vegna grunnskóla á Grand hóteli í Reykjavík

 • 17. mars – Reykjanes, vegna leik- og grunnskóla í Duushúsum, Reykjanesbæ

 • 18. mars – Vesturland,  vegna leik- og grunnskóla á Hótel Borgarnesi

 • 24. mars – Norðurland og nágrenni, vegna leik- og grunnskóla í Brekkuskóla á Akureyri

 • 25. mars – Suðurland, vegna leik- og grunnskóla á Hótel Selfossi

 • 8. apríl – Reykjavík, vegna leik- og grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa getað sótt fyrri námskeið*

 • 28. apríl – Austurland, vegna leik- og grunnskóla á Icelandair hóteli, Egilstöðum
 • 26. maí – Vestfirðir, vegna leik- og grunnskóla. Námskeiðið verður á Ísafirði, staðsetning óákveðin.

* Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á vef.