Öryggishandbækur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að gerð handbóka um velferð og öryggi barna í leikskólum og grunnskólum. Bókunum er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá aðila í skólasamfélaginu sem vinna að velferð nemenda, s.s. sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem þar starfa.

Bækurnar má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er þó að í öryggishandbókunum sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í þeim bókum sem hér eru að neðan.

Bækurnar eru fyrst og fremst ætlaðar sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um skólastigin.