Námskeið fyrir skólanefndir

Námskeið fyrir skólanefndir sveitarfélaga voru haldin á fyrri hluta árs 2015. Á haustmánuðum verður efnt til námskeiða á Vestfjörðum, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist að koma á námskeiði á Vestfjörðum vegna ónægrar þátttöku.

Námskeiðið er ætlað skólanefndum leik- og grunnskóla, ásamt áheyrnarfulltrúum foreldra, kennara og skólastjóra. Starfsmönnum skólaþjónustu sveitarfélaga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga er einnig velkomið að sitja námskeiðin.

Á námskeiðinu verður fjallað um skyldur og ábyrgð skólanefnda. Leitað verður svara við spurningum eins og:

  • Hverjar eru áherslur Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra og hvaða áhrif gætu þær haft á skólastarf og starf skólanefnda?
  • Hvaða áhrif geta kjarasamningar kennara haft til breytinga á skólastarfi og stjórnsýslu skóla verði nýtt vinnumat samþykkt?

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á hlutverki sínu sem fulltrúi í skólanefnd og þeim verkefnum og skyldum sem tilheyra því ábyrgðarsviði. Þátttakendur fá almenna fræðslu um þann ramma sem lög, reglugerðir og námskrár um leik- og grunnskóla  setja starfseminni. Þá verður fjallað um skólastefnu sveitarfélags og rekstrarlega hlið skólahalds auk fræðslu um málsmeðferðar­reglur sem gilda við meðferð mála í skólanefndum. Fjallað verður um úrskurði og álit mennta- og menningarmálaráðuneytis í tilteknum málum og lögð áhersla á að koma með raunhæf verkefni fyrir þátttakendur til skoðunar.

Kennarar á námskeiðinu eru Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri og Trausti Þorsteinsson dósent við Háskólann á Akureyri. Námskeiðið hefst með skráningu og kaffi kl. 9:30 og hefst kennsla kl. 10:00. Námskeiðsdegi lýkur kl. 17:00. Á námskeiðsstað verður boðið upp á kaffi og mat.

Þátttökugjald er 15.000 krónur

Dagskrá

09:30 Skráning og kaffisopi
10:00

Skólalöggjöf

Lög um leikskóla, grunnskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjóra
10:45

Menntastefna

Aðalnámskrá og Hvítbók

11:30

Stjórnkerfi sveitarfélaga

Lög, hæfi, vald og valddreifing

12:15 Matur
12:45

Skyldur og ábyrgð skólanefnda

Fundarsköp, hlutverk – samskipti,  eftirlit - innra og ytra mat,
sérfræðiþjónusta skóla
13:30 Skólastefna sveitarfélaga
14:30 Kaffi
14:45

Rekstur leik- og grunnskóla       

Fjárhagsáætlanir, dæmi um viðmið í rekstri, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, kjarasamningar kennara

15:30 Umræður um hlutverk skólanefnda
16:15 Stjórnsýslukærur - verkefni og umræður