Yfirlit yfir rannsóknir og kannanir í leik- og grunnskólum

Í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið var ákveðið að kortleggja þá upplýsingaöflun sem fram fer með rannsóknum og könnunum í leik- og grunnskólum á vegum opinberra aðila, háskólafólks og einkaaðila. 

Tilgangurinn er að fá yfirsýn yfir þau gögn sem safnað er meðal nemenda og starfsfólks um skólastarfið og/eða um börn á leik- og grunnskólaaldri.  Einnig að taka saman hverjir eru að rannsaka og hvaða upplýsinga er aflað.  

Yfirlitið nær yfir hvoru tveggja endurteknar rannsóknir sem hafa þann tilgang að safna upplýsingum og fylgjast með þróun og breytingum og frumrannsóknir.  Viðmið fyrir skráningu rannsókna er að þær séu framkvæmdar annað hvort á landsvísu eða í fleiri en einu sveitarfélagi.   Nemendaverkefni eða rannsóknir sem ná til einstaka skóla eða eins sveitarfélags eru ekki hluti af yfirlitinu.

Þær upplýsingar sem yfirlitið gefur eru: 

  • Eðli og markmið rannsóknar
  • Framkvæmd gagnaöflunar og fjöldi þátttökuskóla  
  • Innhald:  Þættir sem rannsóknin nær til  
  • Hvernig aðgengi að gögnum er háttað. 

  1. Rannsóknir meðal nemenda grunnskóla
  2. Rannsóknir meðal starfsfólks grunnskóla
  3. Rannsóknir meðal starfsfólks leikskóla