Leiðbeiningar fyrir skólanefndir

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og lögum um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um að sveitarfélög beri ábyrgð á og sinni mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láti mennta- og menningarmálaráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur.  Ennfremur er kveðið á um að sveitarfélög eigi að fylgja eftir innra og ytra mati þannig að slíkt leiði til umbóta í skólastarfi.  Í reglugerðum um mat og eftirlit í leik- og grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald nr. 893/2009 og 658/2009 kemur fram að það sé skólanefndar að sinna þessu hlutverki í umboði sveitarstjórnar.  Það er skólanefndar að hafa eftirlit með því að skólastarf í leik- og grunnskólum samræmist lögum, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla. 

Unnið hefur verið yfirlit yfir lögbundnar skyldur og ábyrgð skólanefnda skv. 5., 6. og 37. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008.  Ritinu er ætlað að vera skólanefndum til stuðnings og efla þær í hlutverki sínu.

Samskonar yfirlit yfir lögbundnar skyldur og ábyrgð skólanefnda skv. 4. og 19. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. 

Unnar hafa verið leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla. Ritinu er ætlað að vera leiðarvísir fyrir skólanefndir eða aðila á þeirra vegum við sannreyna að innra mat skólans sé framkvæmt á viðunandi hátt og niðurstöður þess séu nýttar til umbóta.  Um er að ræða nokkurskonar ytra mat til að efla og styðja innra mat skólans.