Tillögur faghóps um ytra mat á skólastarfi

Haustið 2010 var stofnaður faghópur til að meta hvort grundvöllur væri fyrir samstarfi sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um reglubundið ytra mat á grunnskólum að teknu tilliti til laga um grunnskóla. Faghópnum var falið að móta hugmynd að samstarfi og leggja fram skriflega tillögu um útfærslu hennar.  

Faghópurinn lauk störfum í mars 2011 og lagði fram eftirfarandi skýrslu með tillögum. Gert er ráð fyrir að unnið verði áfram með tillögur faghóps og endanleg útfærsla á ytra mati getur því verið með öðrum hætti en lagt er til í skýrslunni.

Skýrsla faghópsins.