Dagskrá málþings um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum var haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember 2014. Málþingið var ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Félagsmálastjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur upplýsingamála voru sérstaklega hvattir til að mæta.09:30
Morgunhressing
10:00
Opnunarávarp um tilefni og markmið málþingsins.
 

I. Staðan og bjargirnar

10:10 Progress rannsókn um margþætta mismunun - Viðhorf starfsmanna sveitarfélaga og viðhorf innflytjenda.
Rúnar Helgi Haraldsson, sérfræðingur á Fjölmenningarsetri.
10:30 Mismunandi staða innflytjenda eftir því hvaðan þeir koma og hvernig þeir koma? (kvótaflóttamenn, aðrir flóttamenn, EES-fólk og utan EES, nýir íbúar og þeir sem eru búnir að vera lengur).
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
10:50 Sjónarhorn innflytjendans - Hvernig er að vera íbúi í Reykjanesbæ.  
Angela Marina Barbedo Amaro, eigandi Ráðhússkaffis í Reykjanesbæ. Hljóðskrá
11:10 Hvernig getum við nýtt okkur reynslu nágrannaþjóða?
Hera O. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs Reykjanesbæjar.
11:30 Hvað er millimenningarfærni og af hverju er hún mikilvæg?  
Edda Ólafsdóttir, sérfræðingur á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
11:50 Hvernig er hægt að nýta almenna símenntunarkerfið til að auka þekkingu starfsmanna?
Hulda Anna Arnljótsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt.
12:05 Leiðir til að ná til innflytjenda. Reynsla Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar.
Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri mannréttindamála hjá Akraneskaupstað og Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.
12:35 H á d e g i s h l é
13:15 Hvaða stuðning getur Fjölmenningarsetur veitt sveitarfélögum?
Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir verkefnisstjóri.
13:30 Kynning á væntanlegri framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til 2018.
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.
13:45 Samþætting hagsmuna innflytjenda í þjónustu sveitarfélaga, ábyrgð yfirstjórnenda.
Svanfríður I. Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.
 

II. Úrlausnarefnin og leiðir til lausna.

14:00 Þrír umræðurhópar starfa samtímis:
  1. Er þjónusta sveitarfélaga að mæta þörfum íbúa af erlendum uppruna?
  2. Hvernig er hægt að byggja upp fjölmenningarlega þekkingu meðal starfsmanna?
  3. Hvernig er hægt að stuðla að aukinni samfélagslegri þátttöku íbúa af erlendum uppruna og skapa jákvæð viðhorf í þeirra garð?
 

III. Niðurstöður og lok

15:30 Kynning á niðurstöðum hópa og umræður um eftirfylgni.