Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða

Starfsmenn sem ljúka starfstengdu námi og/eða námskeiðum sem eru sérsniðin að þörfum sveitarfélaga og kennd eru af fræðsluaðilum sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 eða lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, geta að hámarki fengið 2% persónuálag fyrir námið samkvæmt eftirfarandi reglum Starfsþróunarnefndar. Skilyrt er að námið tengist starfi viðkomandi starfsmanns.   

Leggi starfsmaður fram fullnægjandi gögn um námslok fyrir 15 dag mánaðar, tekur hækkun launa gildi frá og með næstu mánaðarmótum.

Starfsþróunarnefnd birtir hér reglur um framkvæmd gr. 10.2.1 um starfsþróunarnámskeið og lista yfir starfstengt nám sem nefndin staðfestir að uppfylli skilyrði um ávinnslu persónuálags skv. fyrrnefndu ákvæði kjarasamninga.

Við mat á starfstengdu námi til persónuálags er starfsmönnum sveitarfélaga skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi og hins vegar þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 til 4 ár) skv. gr. 10.2.3 í gildandi kjarasamningum.

Fyrri hópurinn getur fengið heilstætt starfstengt nám, sem er a.m.k. 150 kest. (kennslustundir) að lengd, metið til 2% persónuálags. Hópurinn sem hefur lokið framhaldsskólaprófi getur með sama hætti fengið  2% persónuálag vegna styttri starfstengdra námskeiða sem samanlagt ná a.m.k. 150 kest.

Fyrir þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi

Fyrir þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi

Starfsþróunarnefnd uppfærir lista yfir starfstengt nám eftir því sem við á.

Launagreiðendur og stéttarfélög beini erindum varðandi mat á námskeiðum sem ekki eru tilgreind á lista nefndarinnar til starfsþróunarnefndar á netfangið: starfsthrounarnefnd@samband.is.