Samstarfsnefndir

Í nær öllum kjarasamningum samninganefndar sambandsins (SNS) eru ákvæði um samstarfsnefndir aðila. Þær eru skipaðar jafnmörgum fulltrúum frá hvorum aðila fyrir sig og hafa það hlutverk að útfæra ýmsa kjaraþætti á samningstímanum auk þess að leiða til lykta ágreiningsefni sem upp kunna að koma við framkvæmd kjarasamninga. Starfsfólk Samninganefndar sveitarfélaga eiga sæti í öllum samstarfsnefndum sem nú eru 39 talsins.

Vegna nýrra persónuverndarlaga hefur verið ákveðið að endurskoða birtingu fundargerða samstarfsnefnda á vefsíðu sambandsins. Fundargerðir frá árinu 2019, sem búið er að yfirfara með tilliti til persónuverndarlaga verða birtar hér tímabundið: