Starfsmatsnefnd

Ný heimasíða starfsmatsins er starfsmat.is

BREYTT FYRIRKOMULAG STARFSMATS SVEITARFÉLAGA

Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og stéttarfélög, sem samið hafa um starfsmat, hafa sameinað starfsemi starfsmatsins í sameiginlega Verkefnastofu starfsmats.

Markmið sameiningarinnar og helsti ávinningur er:

 • Efla faglega þróun og endurskoðun starfsmatskerfisins
 • Samræming verkferla og vinnulags
 • Eitt teymi starfsmatsráðgjafa fyrir öll sveitarfélög
 • Samræma mat á öllum störfum
 • Bætt þjónusta við sveitarfélög
 • Efling samvinnu við stéttarfélög
 • Efla fræðslu og upplýsingagjöf
 • Auka skilvirkni og málshraða
 • Starfsmatsviðtöl verði notuð í auknum mæli

Starfsmatið er viðvarandi samstarfsverkefni sveitar- og stéttarfélaga sem að því koma.  Fagleg samráðsnefnd hefur yfirumsjón með þróun og samræmingu starfsmatskerfisins. Starfsmatsnefnd sambandsins og starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar munu starfa áfram með sjálfstæðum hætti.  

Verkefnastofa starfsmatsins er staðsett að Vonarstræti 4 í Reykjavík og verkefnastjóri hennar er Auður Lilja Erlingsdóttir, netfang: audur.lilja.erlingsdottir@reykjavik.is, sími: 411-4361.  Aðrir starfsmenn starfsmatsins eru Steinvör Laufey Jónsdóttir og Bjarni Bjarnason.

Í ljósi þess að nú eru liðin 12 ár síðan starfsmatskerfið var þýtt og staðfært á Íslandi töldu samningsaðilar eðlilegt að yfirfara og endurskoða kerfið með hliðsjón af þeirri þróun og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kerfinu í Bretlandi á undanförunum árum.  Jafnframt var ákveðið að innleiða nýja vefútgáfu starfsmatskerfisins en viðmót hennar er mun þægilegra en eldri útgáfa kerfisins.  Kerfisbundinni endurskoðun á starfsmatskrefinu lauk í júní 2015.

Ný heimasíða Verkefnastofu starfsmatsins er starfsmat.is. 

Starfsmatsnefnd:

Í henni sitja fulltrúar úr öllum stéttar- og verkalýðsfélög sem samið hafa um starfsmat ásamt fulltrúum sambandsins.

Framkvæmdanefnd starfsmats:
Fulltrúar sambandins:

 • Inga Rún Ólafsdóttir,
 • Berglind Eva Ólafsdóttir
 • Margrét Sigurðardóttir
Fulltrúar BSRB:
 • Arna Jakobína Björnsdóttir
 • Árni Egilsson 
 • Rita Arnfjörð, varafulltrúi
 • Sveinbjörn Berentsson, varafulltrúi
Fulltrúi ASÍ:
 • Ragnar Ólason
 • Gunnar Gunnarsson, varafulltrúi
Fulltrúi BHM:
 • Hjalti Einarsson

Starfsmatsnefnd
Verkefnisstjórn samningsaðila um starfmat lagði til að Úrskurðanefnd um starfsmat í þáverandi mynd yrði lögð niður og í stað hennar kom starfsmatsnefnd sem er skipuð fulltrúum allra samningsaðila og að hlutverk og markmið hennar verði skilgreint í kjarasamningum aðila.  Starfsmatsnefnd hefur það hlutverk að undirbúa stefnumótun SAMSTARFs, setja verklagsreglur og hafa eftirlit með að þeim sé fylgt.

Starfsmatsnefnd leggur til 6 manna framkvæmdanefnd starfsmatsins og setur henni starfsreglur samkvæmt sameiginlegum markmiðum samningsaðila, sem sett eru fram í kjarasamningum. 


Skýrsla verkefnisstjórnar kom út í febrúar 2010: SAMSTARF til framtíðar