12 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stig

Starfið felur í sér mikla beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur í sér ýmist:

a.    Aðlögun, þróun eða hönnun þýðingarmikilla upplýsingakerfa eða:

b.    Aðlögun, þróun eða hönnun fjölbreytts búnaðar, lands, bygginga eða sambærilegt eða:

c.    Öryggisgæsla á fjölbreyttum verðmætum búnaði, tækjum eða mannvirkjum eða:

d.    Pantanir á fjölbreyttum búnaði og birgðum eða:

e.    Þýðingarmikið framlag til aðlögunar, hönnunar eða þróunar á annað hvort umfangsmiklum upplýsingakerfum til notkunar hjá öðrum aðilum, eða fjölbreyttum búnaði, landi, byggingum eða sambærilegt.