Starfahópar og stiganiðurbrot

Kerfisbundin endurskoðun starfsmats júní 2015

Niðurstaða vegna kerfisbundinnar endurskoðunar á starfsmatskerfi sveitarfélaga var gefin út í júní 2015.  Endurskoðun á kerfinu var unnin í samræmi við bókun samningsaðila í gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Í eftirfarandi skjali eru niðurstöður endurskoðunar fyrir útgefin störf í starfsmati.

Útgefnar starfsmatsniðurstöður eftir kerfisbundna endurskoðun starfsmatskerfisins (pdf skjal júní 2015).

Endurskoðaðar staðbundnar starfsmatsniðurstöður voru sendar í tölvupósti til viðkomandi sveitarfélags og stéttarfélags. 

 


Upplýsingar um starfsmat fyrir mismunandi starfshópa

ATHUGIÐ: Starfsmatsniðurstöður hér í dálknum hægra megin eru FYRIR kerfisbundna endurskoðun starfsmatsins.   Niðurstaða kerfisbundinnar endurskoðunar á starfsmatskerfinu var gefin út í júní 2015 og verður birt á heimasíðu Verkefnastofu starfsmatsins: starfsmat.is.   Meðan síðan er í vinnslu er hægt að nálgast uppfærð gögn hér fyrir ofan.

Í dálknum hér hægra megin á síðunni er hægt að skoða útgefnar starfsmatsniðurstöður, stiganiðurbrot og starfaskilgreiningar fyrir mismunandi starfshópa hjá sveitarfélögum. 

Í töflunum kemur fram ístarfsnúmer, starfsheiti, stig og númer hvers þáttar í starfsmatskerfinu.

Ístarfsnúmerið er byggt á ISTARF-95 sem er íslenskt starfaflokkunarkerfi frá Hagstofu Íslands. Kerfið er byggt aá alþjóðlega staðlinum ISCO-88.  Í starfsmati eru störf metin á þrettán þáttum starfsmatskerfisins.  Stiganiðurbrot fyrir starf segir til um hversu mörg stig starf fær á hverjum þætti.  Heildarstiganiðurstaða er samanlögð stig allra þátta.

Starfaskilgreiningar fyrir öll útgefin störf í starfsmati er hægt að nálgast hér.

Röðun útgefinna starfa í starfsmati er hægt að nálgast hér (pdf skjal).

Uppbygging starfsmatskerfisins SAMSTARFs