Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla

Námsleyfasjóður starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Hlutverk Námsleyfasjóðs er að greiða laun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) sem hlotið hafa námsleyfi, allt að einu ári.

Stjórn Námsleyfasjóðs er skipuð tveimur aðilum frá Kennarasambandi Íslands og þremur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frá KÍ eru: Hreiðar Oddsson og Kristjana Hrafnsdóttir og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Lúðvík Hjalti Jónsson, Valgerður Janusdóttir og Anna Ingadóttir. Formaður stjórnar er Lúðvík Hjalti Jónsson. 

Stjórn Námsleyfasjóðs fer einnig með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.

Starfsmenn sjóðsins eru Anna Ingadóttir og Ragnheiður Snorradóttir.

Umsækjandi sem æskir námsleyfis skal að lágmarki fullnægja eftirfarandi skilyrðum, sbr. reglur um Námsleyfasjóð

  1. Hafa, þegar sótt er um námsleyfi, gegnt starfi í 10 ár samtals við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í grunnskóla á Íslandi, í eigi minna en hálfu starfi, og verið samfellt í starfi sl. fjögur ár, enda hafi verið greitt fyrir umsækjanda í sjóðinn sbr. gr. 1. Fæðingarorlof sem dreift hefur verið á allt að 12 mánuði telst sem samfellt starf í reglum sjóðsins.
  2. Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans.
  3. Ljúka á námstímanum 60 ECTS eininga háskólanámi, eða jafngildu háskólanámi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal námið miða að því að nýtast viðkomandi í því starfi sem hann er ráðinn til að sinna.

Með umsókn skal fylgja staðfesting sveitarfélags/skólastjóra, eða eftir atvikum rekstraraðila skóla, um að skilyrðum a og b liðar hér að ofan sé uppfyllt á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má hér að neðan.

Umsækjandi sem hlýtur námsleyfi skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

  1. Skila til stjórnar sjóðsins skriflegri staðfestingu, fyrir 1. mars, á að hann þiggi námsleyfið.
  2. Skila til stjórnar sjóðsins staðfestingu á skólavist, fyrir 1. júlí.
  3. Senda stjórn sjóðsins, innan fjögurra mánaða að námsleyfi loknu, staðfest vottorð skóla um nám í námsleyfinu.

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 163 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 48 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 29% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Að þessu sinni var ákveðið að nýta ekki heimild 6. gr. reglna um Námsleyfasjóð um að auglýsa úthlutun til forgangsverkefna. Námsleyfum var skipt á milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda eftir landshlutum.

Tilkynning um niðurstöðu stjórnar Námsleyfasjóðs hefur verið send öllum umsækjendum rafrænt í gegnum „mínar síður“ á www.island.is

Vefgátt Sambands íslenskra sveitarfélaga

Nánari upplýsingar veita:

Kolbrún Erna Magnúsdóttir veitir aðstoð við tæknileg atriði í síma 515 4944 eða í tölvupósti á kolbrun.erna.magnusdottir@samband.is.

Nánari upplýsingar veitir Anna Ingadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á anna.ingadottir@samband.is

.