Reikningsskila- og upplýsinganefnd

Samkvæmt reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga nr. 944/2000 er gert ráð fyrir að reikningsskila- og upplýsinganefndin stuðli að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum upplýsingum þeirra eftir því sem ráðuneytið ákveður. Nefndin semji reglur um þau atriði reikningsskila sveitarfélaga, sem eru sérstök fyrir þau. Einnig að hún fjalli um flokkun og greiningu gjalda og tekna, eigna og skulda sveitarfélaga, form fjárhagsáætlana og ársreikninga og annarra fjárhagslegra upplýsinga sveitarfélaga.