Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga starfar samkvæmt ákvæðum 78. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og reglugerð nr. 502/2012 um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Nefndin er skipuð af innanríkisráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tveir án tilnefningar.

Nefndin starfar á ábyrgð innanríkisráðuneytisins og er Eiríkur Benónýsson starfsmaður hennar. Tengiliður sambandsins við nefndina er Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs.