Stjórnskipulag og stjórnsýsla þjónustusvæðanna

Samkvæmt 4. gr. laga um málefni fatlaðra er landinu skipt í þjónustusvæði og er miðað við að á hverju þjónustusvæði séu að lágmarki 8.000 íbúar. Fámennari sveitarfélög skulu hafa samvinnu við önnur sveitarfélög um skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlaða samkvæmt  og bera þau þá sameiginlega ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustunnar sem og kostnaði vegna hennar.

Sveitarfélög sem hafa samvinnu um skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlaða innan þjónustusvæðis er geta þá falið einu sveitarfélaganna að skipuleggja og framkvæma þjónustuna við notendur. Þetta fyrirkomulag er kennt við leiðandi sveitarfélag og tekur það sveitarfélag þá ákvarðanir um þjónustuna fyrir hönd annarra sveitarfélaga á svæðinu.

Sveitarfélög á þjónustusvæði geta einnig valið það fyrirkomulag að skipulag og framkvæmd þjónustunnar verði falin byggðasamlagi sem þau eiga aðild að. Byggðasamlagið er lögaðili, sjá nánar hér um hlutverk byggðasamlaga við yfirfærslu á málefnum fatlaðra.

Fjöldi þjónustusvæða liggur ekki endanlega fyrir en sennilegt er að þau verið 15 talsins.