Samtök félagsmálastjóra á Íslandi

Samtök félagsmálastjóra á Íslandi voru stofnuð á Sauðárkróki 7. september 1984. Aðdragandinn að stofnun þeirra voru samráðsfundir félagsmálastjóra stærstu sveitarfélaganna sem þá höfðu verið haldnir árlega í nokkur ár. Stofnfélagar voru átta en félagar eru nú 37 frá 31 sveitarfélagi. Aðild að samtökunum eiga yfirmenn félagsþjónustu og velferðarsviða í öllum sveitarfélögum landsins þar sem starfrækt er skipulögð félagsþjónusta.   

Samtökin starfa fyrst og fremst á faglegum grunni og markmið samtakanna eru eins og segir í lögum þeirra:

 • að vera samstarfsvettvangur félagsmálstjóra 
 • að fjalla um öll þau mál sem snerta starfssvið félagsþjónustu sveitarfélaga
 • að fylgjast með lagasetningum og nýjungum á sviði félagsþjónustu
 • að stuðla að opinberri umræðu um velferðarmál
 • að standa fyrir fræðslu, námskeiðum og ráðstefnum um félagsþjónustu
 • að hafa samstarf við félög félagsmálastjóra erlendis

Samtökin leggja ríka áherslu á góð samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytið og aðra þá sem koma að málum félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndar í landinu. Samtökin halda fundi tvisvar á ári, vor og haust. Fundirnir eru haldnir til skiptis í aðildarsveitarfélögum á landsbyggðinni og á suðvesturhorninu. Auk þess hafa samtökin staðið fyrir ráðstefnum og málþingum um ýmis málefni er varða félagsþjónustu og barnavernd, þá gjarnan í samstarfi við ofangreinda aðila.

Helstu verkefni félagsþjónustunnar eru félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð, barnavernd, heimaþjónusta, málefni eldri borgara, félagsleg húsnæðismál, stuðningur við fatlað fólk og málefni hælisleitenda og flóttamanna. Í ársbyrjun 2011 færðist félagsþjónusta ríkisins við fatlað fólk til sveitarfélaga sem hafði í för með sér mjög aukið umfang í starfsemi og þjónustu.

Stjórn samtaka félagsmálastjóra skipa:

 • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir formaður
 • Rannveig Einarsdóttir varaformaður
 • Margrét Geirsdóttir, ritari
 • Snorri Aðalsteinsson gjaldkeri
 • Dögg Káradóttir, meðstjórnandi

Stjórn félagsins sér um daglega starfsemi  og kemur fram fyrir hönd félagsins þegar þess er þörf.

Evrópusamstarf

Samtökin eru stofnaðilar að Evrópusamtökum félagsmálastjóra, European Social Network, (ESN) og hafa sem slíkir aðild að stjórn samtakanna sem skipuð er fulltrúum 20 aðildarfélaga. Samtökin voru stofnuð í Hamborg 1998 en í dag eiga 100 félög aðild að samtökunum frá 34 löndum.

Samtökin hafa frá stofnun átt gott samstarf við systursamtök í Danmörk, Svíþjóð og Noregi og hafa félagar í samtökunum sótt ársfundi þeirra. Samtök félagsmálastjóra á Norðurlöndunum héldu sameiginlegar norrænar ráðstefnur annað til þriðja hvert ár frá stofnárum þeirra og fram undir síðustu aldamót. Samstarfið vék fyrir auknu samstarfi þeirra á vettvangi Evrópusamstarfsins. Undanfarin ár hafa norrænu félögin staðið fyrir sérstöku málþingi í samvinnu við Nordens Välfärdscenter sem haldið er árlega í tengslum við ráðstefnu Evrópusamtakanna.

 • Lög samtakanna

Stofnanir innanlands:

 • Samband íslenskra sveitarfélaga,
 • velferðarráðuneytið,
 • Barnaverndarstofa,

Stofnanir erlendis:

 

Yfirlit yfir ráðstefnur, málþing og fræðslutengd verkefni sem haldin hafa verið á vegum Samtaka félagsmálastjóra eða samtökin kom að ásamt þáttöku fleiri aðila.

 

1984 I. ráðstefna Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi „Félagsþjónusta-undanfarið og framundan“. 15. – 17. marz
1986 II. ráðstefna Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi „Fátækt á Íslandi?“ 13. – 15.3.
1986 I. Norræna ráðstefnan haldin í Geiranger í Noregi 31.8. – 3.9.86 „Sosialtjenestens ideer for utvikling“
1988 Námskeið í meðferð áfengissýki 5.-6.maí Reykjavík.
1988 III. ráðstefna Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi „Um hamingjuna“ 6.-7.maí Reykjavík.
1988 II. Norræna ráðstefnan haldin í Gautaborg í Svíþjóð 28. -31. ágúst „Norden – en plats för många kulturer ?!“
1990 IV ráðstefna Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi „Velferðarsveitarfélagið“ 5-6.nóv. Reykjavík.
1990 III. Norræna ráðstefnan haldin í Kolding í Danmörku.
1992 IV. Norræna ráðstefnan haldin í Helsinki í Finnlandi 4.-.7 mars 1992 „Kraften i den nordiska socialservice i en brytningstid.“
1993 V. Ráðstefna Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi um „Sjálfræð/Liðveislu“ 15.-16.mars Reykjavík.
1994  V. Norræna ráðstefnan , haldin í Reykjavík 9.-11.ágúst,  „Lífið er saltfiskur“.
1996 VI. Norræna ráðstefnan haldin í Lillehammer í Noregi, 2.-.5. júní „Velferdssamfundets paradoxer“.
1996 VI. Ráðstefna Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi 17.-18. október 1996 „Barnið og samfélagið“.
1998 VII. Norræna ráðstefnan „Nordisk socialtjänst på 2000-talet-samhällets nätverksbyggare eller en död sill? haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð.
1999 Kynnisferð félagsmálastjóra 5.-9. maí til London.  Eftirtaldir staðir voru heimsóttir: Félagsþjónustan  Kingston upon Times þar sem kynning fór fram á beingreiðslum í þjónustu við fatlaða, barnaverndarmiðstöðin Alpha Road Center í Kingston upon Times og Audit commission, Joint Reviews for Social Services, í London. Starfsemin var kynnt af Lloyd Davis. Stofnun heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið, markmið starfseminnar er að auðveldaríkisstjórninni að marka stefnu og stuðla að auknum gæðum og hagkvæmni í rekstri félags- og velferðarþjónustu sveitarfélaga.
1999 VI. Ráðstefna  Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi  ”Félagsþjónusta á nýrri öld” haldin  í nóvember í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
1999 Þriggja missera nám í barnavernd í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem hófst haustið 1999 og lauk í febrúar 2002.
2000 VIII. Norræna ráðstefnan haldin í Óðinsvéum 28.-31. maí „Hvorledes løser vi vore behov for arbejdskraft år 2010“.
2000 Um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Haldið 19. október á Hótel Selfoss.
2001 Málþing um fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi haldið 1. febrúar á Grand Hótel, í Reykjavík í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið, Félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga.
2001 Málþing  „Félagsþjónusta og heilsugæsla-Samstarf og framtíðarsýn“ Hlégarður Mosfellsbæ 25. október í samvinnu við Landlæknisembættið.
2002 Málþing um málefni nýbúa Kirkjuhvoll í Garðabæ 25. október, málþingið var einungis fyrir félagsmenn.
2002 Norræna ráðstefnan  „Den nordiska välfärdsmodellen-vartåt?“ sem halda átti í Helsinki í Finnlandi 24.-26.4. aflýst vegna dræmrar þátttöku.
2003 Málþing „Vakandi félagsþjónusta“  Turninn í Hafnarfirði 13. nóvember.
2004 „Þjóð veit þá þrír vita“ Um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga
2004 Draumalandið IX. Norrænni ráðstefna um lífsskilyrði barna sem haldin verður á Íslandi, í 25.-28. ágúst aflýst vegna dræmrar þátttöku.
2005 Málþing „Velferð frá vöggu til grafar- Hvert vilja íslenskir sveitarstjórnarmenn stefna í velverðarmálum? – Heildstæð velferðarþjónusta eða afmörkuð félagsþjónusta sveitarfélaga?“ Salurinn í Kópavogi 29. september
2006 Málþing „Er heima best- fyrir hvern?“ Salurinn í Kópavogi 23. nóvember.
2007 Málþing „Nýjir tímar, hvert stefnir“ Grand Hótel í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 25.október
2008 Kynnisferð félagsmálastjóra á ráðstefnu ESN Hotel Le Méridien Montparnasse í París.
2008 Málþing „Í helgan stein? Nýjar áherslur í þjónustu við aldraða“ haldið í samvinnu við Landlæknisembættið  Salurinn í Kópavogi 27. nóvember.
2009 Málþing „Vordraumar og vetrarkvíði- félagsþjónusta í andstreymi“ haldið í Salnum í Kópavogi 19. nóvember.
2010 Vinnustofa um fátækt, fjárhagsaðstoð og hlutverk félagsþjónustunnar. Hótel Glymur á Hvalfjarðarströnd 11. nóvember.
2011 Málþing „Velferðarþjónusta í kreppu?“ Duushús í Reykjanesbæ 10. nóvember.
2012 Málþing „Í kör, nei takk um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi“ Hlégarður í Mosfellsbæ 6. desember.
2013 Málþing „NPA á Íslandi – Væntingar og veruleiki“ Salurinn í Kópavogi 2. október.
2014 Málþing „Ný viðhorf, nýjar leiðir- Felast tækifæri í fjölgun eldra fólks- Vannýtt auðlind? “ Bæjarbíó í Hafnarfirði 6. nóvember.
2015 Málþing „Börn á flótta – sköpum frjóa jörð“  Salurinn í Kópavogi 6. nóvember.