Málefni fatlaðs fólks innan samþættrar nærþjónustu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hélt, í samvinnu við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, umræðu- og upplýsingafund undir yfirskriftinni:

Málefni fatlaðs fólks innan samþættrar nærþjónustu sveitarfélaga

Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 13:15 - 16:40 í Gullteigi á Grand hóteli í Reykjavík.

Dagskrá

13:15 – 13:25 Inngangur: Halldór Halldórsson formaður stjórnar sambandsins

13:25 – 14:05  Húsnæðisúrræði
            „Stefnumörkun um framtíðarskipan húsnæðismála: Áhrif á
            uppbyggingu  húsnæðisúrræða í málaflokki fatlaðs fólks“
            Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

Viðbrögð:        Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar

Aðalsteinn

14:05 – 14:35  Atvinnumál fatlaðs fólks
                        „ Samstarf VMST og félagsþjónustu sveitarfélaga.“
                        Soffía Gísladóttir, forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun og
                        formaður samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks

Viðbrögð:         Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar

14:35 – 15:15  Þróun þjónustunnar
                        „ Áskoranir við endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga                         og laga um málefni fatlaðs fólks.“ - Willum Þór Þórsson,
                        alþingismaður og formaður starfshóps um endurskoðun beggja laganna

Viðbrögð:         Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og í stjórn sambandsins

15:15 – 15:30 Kaffihlé

15:30 – 16:00  Þjónusta á heimili og mat á stuðningsþörfum
                        „ Nýtt verklag, leiðbeiningar og tilkoma SIS-mats fyrir börn
                        Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu

Viðbrögð:         Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar 

Soffía

16:00 – 16:30  Almennar umræður - svör við spurningum

16:30 – 16:40  Samantekt - Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík

Fundarstjóri:   Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs
                        hjá sambandinu

 

Markmið fundarins:

  • Að fara yfir stöðu mála á því tímamarki þegar málefni fatlaðs fólks eru að festa sig í sessi sem hluti af samþættri nærþjónustu sveitarfélaga
  • Að ræða áskoranir í þróun þjónustunnar 
  • Að kynna lausnir á helstu faglegum málum sem unnið hefur verið að samhliða endurmati á yfirfærslunni, m.a. um atvinnumálin og um húsnæðisúrræði og tengda þjónustu

Í umræðum verður lögð áhersla á faglega þætti varðandi yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Ekki er gert ráð fyrir að fjárhagsmálefni yfirfærslunnar verði rædd sérstaklega.