Upplýsinga- og umræðufundur um stöðuna

í flutningi á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga boða til upplýsinga- og umræðufundar um stöðuna í flutningi á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, föstudaginn 14. febrúar 2014. Fundurinn verður haldinn í Hvammi á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 10:00

Markmið fundarins:

  • Að fara yfir stöðuna í endurmati á fjárhagslegum og faglegum forsendum yfirfærslunnar
  • Að koma upplýsingum til þjónustusvæða og sveitarfélaga um áætlanagerð í málaflokknum, sérstaklega hvað varðar uppbyggingu í fasteignamálum og búsetuþjónustu
  • Að taka til umræðu hvernig forsendur yfirfærslunnar hafa gengið eftir að mati
    sveitarfélaga og þjónustusvæða

Fundurinn er haldinn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Samantekt af fundinum frá Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins.

Dagskrá:

10:00 – 10:10   Inngangur
Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins

10:10 – 11:00   Care of the disabled in local governments in Denmark                 
Peter Riis, sérfræðingur hjá Kommunernes Landsforening (KL) í Danmörku (Peter komst ekki á fundinn vegna vélarbilunar í flugvél Icelandair)

11:00 – 11:15   Fjárhagslegar forsendur yfirfærslunnar - þróun tekna og gjalda
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins

11:15 – 11:30   Staða endurmatsins
Lúðvík Geirsson, verkefnisstjóri endurmatsvinnunnar

11:30 – 12:10   Afstaða þjónustusvæða til þess hvernig forsendur yfirfærslunnar hafa gengið eftir – niðurstöður spurningakönnunar sambandsins frá hausti 2013

Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá sambandinu og
Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá sambandinu

12:10 – 12:40  Hádegisverður

12:40 – 13:10  Þróun og uppbygging fasteignamála – reynsla þjónustusvæða
                        Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
                        Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar

13:10 – 13:40  Breytingar á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu
                        Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu

                        Viðbrögð: Jóna Rut Guðmundsdóttir, teymis- og verkefnastjóri
                        á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

13:40 – 14:00  Gilda önnur viðmið um framlegð í velferðarþjónustu en öðrum
                        lögbundnum málaflokkum sveitarfélaga?

                        Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri sveitarfélagsins Árborgar

14:00 – 14:15   Grá svæði í þjónustu við fatlað fólk - Yfirlit um grá svæði
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins  

14:15 – 14:35 Kaffihlé

14:35 – 15:00  Almennar umræður - svör við spurningum

15:00 – 15:10   Samantekt í lok fundar
Soffía Gísladóttir, formaður samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks