Námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á hlutverki fulltrúa í félagsmálanefnd og starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga. Fjallað verður almennt um félagsþjónustuna og þann ramma sem lög um félagsþjónustuna setja starfseminni, sem og önnur tengd lög. Auk þess verður fjallað um málsmeðferðarreglur sem gilda við meðferð mála, farið yfir álitamál og úrskurði í tengslum við framkvæmd þjónustunnar. Greint verður frá stöðu  mála í málaflokknum og helstu nýmælum innan sviðsins. Lögð verður áhersla á raunhæf dæmi til að auka skilning þátttakenda á sérstöðu málefna félagsþjónustunnar og í því samhengi er gert ráð fyrir að þátttakendur taki þátt í umræðum.

Markhópur: Kjörnir fulltrúar sem valdir eru í félagsmálanefndir og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga.

Kennarar: Gyða Hjartardóttir félagsráðgjafi MA og félagsþjónustufulltrúi sambandsins, Hilma H. Sigurðardóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, Ingibjörg Broddadóttir, félagsráðgjafi MSW/MPA og staðgengill skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu og Rún Knútsdóttir lögfræðingur í velferðarráðuneytinu.

Dagskrá:

(Tímasetningar eru til viðmiðunar)

10.00-10.30
Hlutverk fulltrúa í félagsmálanefndum, sérstaða félagsmálanefndar og starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga.     - Sambandið
10.30-11.00

Félagsþjónusta sveitarfélaga: Lagaramminn, skipulag þjónustunnar, samspil bótakerfa.

- Sambandið

Endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga.

-  Velferðarráðuneytið

11.00-11.15
Kaffi
11.15-11.45

Félagsþjónusta sveitarfélaga: Sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga og setning reglna, félagsleg ráðgjöf, fordæmisgildi ákvarðana og undanþága frá reglunum. Skipulag fjárhagsaðstoðar. Raunhæf dæmi.

 - Sambandið

11.45-12.15

Stjórnsýslulög og tengsl við málsmeðferðarreglur, málsmeðferð og úrskurðir.

- Velferðarráðuneytið

12.15-13.00
Hádegismatur
13.00-13.30

Stjórnsýslulög og tengsl við málsmeðferðarreglur, málsmeðferð og úrskurðir. Raunhæf dæmi.

- Velferðarráðuneytið
13.30-14.30

Málefni fatlaðs fólks, lög, reglugerðir, leiðbeiningar og réttindagæsla og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Þjónusta við innflytjendur og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

- Velferðarráðuneytið

14.30-14.50
Kaffi
14.50-15.45

Þróun félagsþjónustunnar á næstu árum: Breytingar á stjórnsýslunni. Málefni aldraðra. Verkefnaskipting milli ríkis og sveitarfélaga.

-Sambandið og velferðarráðuneytið

15.45-16.00
Samantekt og umræður

Hvar og hvenær:

Suðurnesjum, Miðstöð símenntunar
Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 10.00-16.00
Suðurland, Hótel Stracta
Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 10.00-16.00
Borgarbyggð, Menntaskólanum í Borgarfirði
Föstudaginn 13. mars kl. 10.00-16.00
Höfuðborgarsvæðinu, Félagsþjónusta Hafnarfjarðar
Þriðjudaginn 17. mars kl. 10.00-16.00
Egilsstöðum, Hótel Valaskjálf
Fimmtudaginn 16. apríl kl. 9.30-15.30
Skagafirði, staðsetning óákveðin
Þriðjudagurinn 21. apríl kl. 10.00-16.00
Ísafirði, staðsetning óákveðin
Föstudaginn 26. maí kl. 9.30-15.30
Akureyri, Háskólinn á Akureyri
Þriðjudaginn 19. maí kl. 9.30-15.30