Félagsleg ráðgjöf

Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga eiga félagsmálanefndir sveitarfélaganna að bjóða upp á félagslega ráðgjöf. Markmiðið með félagslegri ráðgjöf er m.a. að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál einstaklinga og veita þeim einstaklingum stuðning sem eiga við félagslegan, fjárhagslegan og/eða persónulegan vanda að stríða. Hið flókna nútímasamfélag kallar sérstaklega á aðgang fólks að ráðgjöf um almenn félagsleg réttindi ásamt leiðbeiningum og ráðgjöf í einkamálum. Félagsleg ráðgjöf er því eitt af mikilvægustu úrræðum félagsþjónustu sveitarfélaganna en henni skal ætið beitt í eðlilegu samhengi við aðra þjónustu, svo sem skóla og heilsugæslustöðvar eftir því sem við á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er lögð áhersla á að sveitarfélög skulu leitast við að hafa á að skipa menntuðu starfsfólki í félagsráðgjöf eða á hliðstæðu sviði til þess að annast félagslega ráðgjöf. Skipulagðar félagsþjónustuskrifstofur eru 32 á landinu.