Erlent samstarf á sviði félagsþjónustu

ESN-Logo Sambands íslenskra sveitarfélaga gerðist í júní 2013 aðili að European Social Network (ESN) sem eru regnhlífarsamtök ýmissa aðila í Evrópu sem koma að velferðarmálum. Aðilar að samtökunum eru um 100 talsins og koma frá 32 löndum.

ESN samtökin voru stofnuð fyrir um 20 árum, en þau sinna samskiptum og miðlun upplýsinga um málefni félagsþjónustu. Þau halda m.a. uppi mjög gagnlegri vefsíðu og halda tvisvar til þrisvar á ári málþing um ýmis mál, en árlega er haldin stór ráðstefna á þeirra vegum.

Sambandið telur mikilvægt að hafa góðan aðgang að upplýsingum um málaflokkinn í öðrum löndum en Samtök félagsmálastjóra á Íslandi hafa verið aðilar að ESN frá upphafi. Hér undir má finnar ýmsar áhugaverðar skýrslur og upplýsingar frá ESN, tengdum félagsþjónustu sveitarfélaga.

Skýrslur og önnur útgáfa frá ESN


Ráðstefna félagsmálastjóra í Róm 7.-9. júlí 2014

EN-Banner-2014

Evrópsk ráðstefna félagsmálastjóra verður haldin á vegum ESN á Sheraton hótelinu í Róm dagana 7.-9. júlí nk. Vefsíða ráðstefnunnar hefur þegar verið sett í loftið og má nálgast hana með því að smella á myndina hér að ofan.

Heiti ráðstefnunnar að þessu sinn er „ Investing in people and communities. Social inclusion and social development“ Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verður Enrico Giovannini félagsmála- og atvinnuvegaráðherra Ítalíu.

Þegar er farið að taka á móti skráningum á ráðstefnuna á vefsíðu hennar.