Daggæsla í heimahúsum

Félagsmálanefndir í hverju sveitarfélagi bera almenna ábyrgð á velferð barna í sveitarfélaginu og skulu sjá til þess að aðbúnaði barna sé ekki áfátt í sveitarfélögunum. Það snýr m.a. að daggæslu barna í heimahúsum. Um daggæslu barna í heimahúsum gildir reglugerð nr. 907/2005 sem sett var með heimild í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Yfirstjórn málaflokksins er á höndum velferðarráðherra en félagsmálanefndir sveitarfélaganna bera ábyrgð á umsjón og eftirliti með starfsemi dagforeldra í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Auk þess veita nefndirnar leyfi til daggæslu barna í heimahúsum.

Dagforeldrar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að hljóta leyfi félagsmálanefndar sem ákvarðast af ofangreindri reglugerð.

Á vef velferðarráðuneytisins er að finna nánari upplýsingar um daggæslu barna í heimahúsum.