Franskt sveitarfélag óskar eftir vinabæjasamskiptum

Franska sveitarfélagið Beaulieu hefur sent inn beiðni til www.twinning.org þar sem m.a. er óskað eftir vinabæjasamskiptum við íslenskt sveitarfélag. Beaulieu er heldur lítið sveitarfélag á franska vísu með innan við 5.000 íbúa er það staðsett rétt austan við Montpellier á Miðjarðarhafsströnd Frakklands.

Vefsíða sveitarfélagsins er http://www.mairiedebeaulieu34.com og á sama veffangi má sjá myndir úr sveitarfélaginu.