Sveitarfélagið Salacgriva óskar eftir vinabæjasamskiptum

Sveitarfélagið Salacgriva í Lettlandi hefur sent inn beiðni á síðuna European Twinning þar sem m.a. er óskað eftir vinabæjarsamskiptum við íslenskt sveitarfélag.

Sveitarfélagið Salacgriva í Lettlandi hefur sent inn beiðni á síðuna European Twinning þar sem m.a. er óskað eftir vinabæjarsamskiptum við íslenskt sveitarfélag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni er Salacgriva með á milli 5.000 og 20.000 íbúa. Sveitarfélagið er hafnarbær sem liggur við Rigaflóa og er rétt sunnan við landamærin að Eistlandi.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Twinning og á vef sveitarfélagsins.