Uppbyggingarsjóður EES

SÓKNARFÆRI FYRIR ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG

efta-logo Uppbyggingarsjóði EFTA var komið á fót árið 1994 sem framlagi aðila að EES samningnum til að auka samleitni í Evrópu. Nýtt styrkjatímabil er að hefjast en því fylgir breytt fyrirkomulag styrkja sem hefur ný tækifæri í för með sér fyrir íslensk sveitarfélög. Aukin áhersla er nú lögð á rannsóknir, þróun, nýsköpun og menntun og sérstakir fjármunir eru eyrnamerktir í tvíhliða verkefni þeirra landa sem leggja fé í sjóðinn og styrkþega. Þá hefur fyrirkomulagi styrkjanna einnig verið breytt á þann veg að aðilar í EFTA-EES ríkjunum geta verið í forsvari fyrir verkefni í samstarfi við styrkþega.

Á tímabilinu verða styrkir m.a. veittir til verkefna er tengjast eftirfarandi sviðum:

  • náttúruvernd.
  • aðgerðum  vegna loftslagsbreytinga og bindingar kolefnis.
  • nýtingu endurnýjanlegrar orku og nýsköpun í tengslum við vistvæna framleiðslu.
  • stuðningi við frjáls félagasamtök og framfarir í tengslum við mannréttindi og félagslega þróun.
  • varðveislu menningarverðmæta.

Þá verða einnig veittir náms- og rannsóknastyrkir

Íslensk sveitarfélög búa yfir þekkingu og reynslu á mörgum af styrkjasviðunum og gætu hugsanlega tekið þátt í verkefnum, sem njóta styrkja, með sveitarfélögum í þessum löndum. Sama gildir um fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, t.d. hita- og vatnsveitur. Sveitarfélög í nágrannalöndum okkar hafa verið duglega að taka þátt í slíkum uppbyggingarverkefnum, m.a. norsk sveitarfélög.