• baur og felagar

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Brussel

Úrgangsmál og endurnot opinberra upplýsinga á dagskrá

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í áttunda sinn í Brussel 18.-19. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í áttunda sinn í Brussel 18.-19. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Helstu viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni voru stefna ESB í úrgangsmálum og endurskoðuð tilskipun um endurnot opinberra upplýsinga en vettvangurinn samþykkti ályktanir um þessi tvö mál. Vettvangurinn fjallaði einnig um staðlamál og fundaði með þingmannanefnd EFTA þar sem samgöngustefna ESB og valddreifing í Evrópu voru til umræðu.

Úrgangsmál

Úrgangsreglur Evrópusambandsins eru hluti af EES-samningnum og því ber Íslandi að innleiða tilskipanir ESB þegar þær hafa verið teknar inn í samninginn. Meðhöndlun úrgangs er að stórum hluta á ábyrgð sveitarfélaga og því er brýnt að fylgjast vel með þróun úrgangsmála á vettvangi ESB. Ísland hefur enn ekki innleitt rammatilskipun ESB um úrgang en eftirlitsstofnun EFTA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningu vegna þessa. Fyrir liggur að mælt verði fyrir lagafrumvarpi á næstunni sem innleiðir tilskipunina.

Endurskoðun stefnu ESB og löggjafar á sviði úrgangsmála stendur fyrir dyrum en unnið er að tillögum sem birtar verða á næsta ári. Endurskoðunin mun helst beinast að tölulegum markmiðum í rammatilskipuninni um úrgang, urðunartilskipuninni og tilskipun um umbúðaúrgang, en samráðsferli um markmiðin stendur nú yfir.  Niðurstaðan gæti verið sú að gildandi markmið haldast eða jafnvel að ný markmið verði sett. Einnig verður skoðað hvort markmiðin skarist og hvort þörf sé á einföldun til að tryggja samræmi milli tilskipananna og gera reglurnar skýrari. Framkvæmd fimm eldri tilskipana um skólpeðju, PCB-efni, umbúðaúrgang, ökutæki og rafhlöður verður einnig metin. Lagt verður mat á skilvirkni og það hvort reglurnar eru úreltar þegar litið er til nýrrar stefnu s.s. lífferilshugsunar og úrgangsmetakerfis og markmiða á sviði orkunýtni. Kostnaður, t.d. í formi skriffinnsku verður einnig greindur ásamt kostum og göllum fyrir sveitarfélög og atvinnulífið. Sérstaklega verður fjallað um meðhöndlun plastúrgangs með hliðsjón af Grænbók um Evrópuáætlun um plastúrgang í umhverfinu sem birt var í mars.

8 fundur sveitarstjornarvettvangs

Í ályktun vettvangsins, sem flutt var af Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, er endurskoðun- inni sem miðar að því að draga úr neikvæðum áhrifum úrgangs fyrir umhverfið fagnað, og áhersla lögð á að aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu eigi að vera í forgrunni. Vettangurinn áréttar að í stað nýrra markmiða í úrgangsmálum ætti frekar að koma í veg fyrir úrgangsmyndun, t.d. með bættri hönnun vöru og umbúða. Vettvangurinn leggur áherslu á að ný, bindandi markmið í úrgangsmálum verði að byggja á reynslu sveitarfélaga af gildandi markmiðum og taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Kallað er skýrri löggjöf sem geri sveitarfélögum auðvelt um vik að móta stefnu sína og ákveða fjárfestingar en ein lausn geti ekki nýst öllum og því þurfi að tryggja ákveðinn sveigjanleika, m.a. til að drepa ekki nýsköpun í úrgangmálum. Þá sé nauðsynlegt að samræma reikni-  og matsaðferðir og skilgreiningar í allri úrgangslöggjöf til að unnt sé að bera saman lönd og leggja mat á árangur. Vettvangurinn viðurkennir að nauðsynlegt sé að takmarka urðun en óskar eftir að sveitarfélögum verði áfram heimilt að urða úrgang í neyðartilvikum og frá brennslustöðvum. Kallað er eftir markmiðum varðandi byggingaúrgang og aðgerðum til að auka endurvinnslu og endurnotkun slíks úrgangs. Loks leggur vettvangurinn áherslu á að sveitarfélög eigi að fá að velja sér kerfi sem hæfir á hverjum stað og jafnframt að meðferð úrgangs, sem þjónusta í almannaþágu, eigi að vera undanþegin samkeppnisreglum.

Endurskoðun tilskipunar um endurnot opinberra upplýsinga

Miklir möguleikar geta verið fólgnir í að skapa ný verðmæti úr upplýsingum sem eru í vörslum stjórnvalda, t.d. með því að tengja þær við aðrar upplýsingar og búa þannig til nýjar afurðir. Í endurskoðaðri tilskipun ESB um endurnot opinberra upplýsinga sem samþykkt var í byrjun árs og innleidd verður á Íslandi á grundvelli EES samningsins (ákvæði eldri tilskipunarinnar endurspeglast í gildandi upplýsingalögum) er að finna samræmdar lágmarksreglur um heimil endurnot opinberra upplýsinga sem almenningur á rétt til aðgangs að. Tilskipunin skapar ekki sjálf neinn rétt til aðgangs, það er undir hverju ríki um sig hvaða reglur það setur um rétt til aðgangs að upplýsingum. Tilskipunin dregur ákveðin mörk hversu há gjöld er heimilt að taka fyrir aðgang en til þess að stuðla enn frekar að endurnotum þá eru gjaldtökuheimildir á Íslandi þrengri en eldri ESB reglurnar kveða á um og ríkið tekur ekki gjald af höfundarétti sínum af þessum upplýsingum. Þar sem aðgangur að opinberum upplýsingum er á annað borð heimill á hins vegar að vera hægt að endurnota þær í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar með þeim undantekningum sem þar er mælt fyrir um. Gæta verður að jafnræði, persónuverndarreglum og reglum um höfundarrétt við endurnot.  

Í ályktun vettvangins um hina endurskoðuðu tilskipun, sem flutt var af Jon Askeland, bæjarstjóra í sveitarfélaginu Radoy í Noregi, er endurskoðuðum reglum fagnað. Aukin endurnot opinberra upplýsinga geti stuðlað að atvinnuþróun og hagvexti og bætt opinbera þjónustu. Vettvangurinn áréttar að sveitarfélög gegni lykilhlutverki varðandi endurnot opinberra upplýsingar þar sem stór hluti slíkra upplýsinga sé á þeirra forræði. Vettvangurinn fagnar fyrirhuguðum leiðbeinandi reglum um verðlagningu, staðla o.fl. þar sem óvissa á þessu sviði hafi staðið endurnotum fyrir þrifum til þessa. Vettvangurinn hvetur EFTA ríkin til að veita nægu fé til vistunar, vinnslu og uppfærslu opinberra upplýsinga til að almenningur geti notað þær án endurgjalds. Loks er vettvangurinn hlynntur markmiðum um að allar opinberar upplýsingar verði í framtíðinni véllæsilegar, en áréttar að um langtímaverkefni sé að ræða sem vinna beri í góðu samstarfi við sveitarfélög til að koma í veg fyrir óhóflegt skrifræði og kostnað. 

Ályktununum verður komið á framfæri við stjórnvöld EES-ríkjanna, stofnanir EFTA og Héraðanefndina.