Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Brussel

Fólksflutningar vegna atvinnu, evrópskar samstarfsáætlanir og persónuvernd á dagskrá

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjötta fund sinn í Brussel 26-27. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Helstu viðfangsefni að þessu sinni voru fólksflutningar vegna atvinnu, evrópskar samstarfsáætlanir og drög að nýrri Evrópulöggjöf um meðferð persónuupplýsinga, en vettvangurinn samþykkti ályktanir um þessi þrjú mál.

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjötta fund sinn í Brussel 26-27. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
2012-11-27-eea-efta-forum-XL

Þátttakendur á fundi sveitarstjórnarvettvangsins í Brussel

Helstu viðfangsefni að þessu sinni voru fólksflutningar vegna atvinnu, evrópskar samstarfsáætlanir og drög að nýrri Evrópulöggjöf um meðferð persónuupplýsinga, en vettvangurinn samþykkti ályktanir um þessi þrjú mál.

Ályktun um fólksflutninga vegna atvinnu og áhrif á þeirra á sveitarstjórnarstigið

Fólksflutningar vegna atvinnu á EES-svæðinu hafa aukist mikið á síðustu árum, einkum í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins til austurs árið 2004. Erlendir ríkisborgarar áttu mikinn þátt í uppgangi á árunum 2004-2008 en frá því kreppan skall á hefur samdráttur verið mikill í atvinnugreinum sem byggðu að miklu leyti á erlendu vinnuafli, svo sem í byggingaiðnaði, framleiðslu og þjónustu. Þó margir hafi snúið aftur til upprunalands síns í kjölfar minnkandi vinnu kjósa margir að vera um kyrrt á Íslandi, enda gætir áhrifa efnahagskreppunnar víða og því ekki um auðugan garð að gresja í upprunalöndum heldur. Það er áhyggjuefni að atvinnuleysi er umtalsvert meira meðal erlendra ríkisborgara en innfæddra; á Íslandi munu 311 útlendingar missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta um áramót og munu þurfa reiða sig á framfærslu sveitarfélaga.

HAnneÁ fundinum flutti Laurent Aujean, sérfræðingur hjá vinnumálaskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, erindi um fólksflutninga innan EES-svæðisins og Elín Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá EFTA skrifstofunni, sagði frá starfi EFTA sviði atvinnumála. Í kjölfarið samþykkti vettvangurinn ályktun um efnið sem flutt var af Hanne Braathen frá Storfjord-fylki. Í ályktuninni er vakin athygli á kostum fólksflutninga fyrir efnahagslíf Noregs og Íslands sem hafi ekki haft óheppileg áhrif á atvinnustig og launakjör almennt. Vettvangurinn lýsir þó áhyggjum af hlutfallslega meira atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara en annarra, og langtímaáhrifum þessa á félags- og velferðarþjónustu sem sveitarfélög bera ábyrgð á. Jafnframt er áhyggjum lýst af félagslegum undirboðum í tilteknum geirum og ánægju lýst með aðgerðir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að berjast gegn þessum vanda. Vettvangurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að Evrópulöggjöf vegi ekki að frelsi EES EFTA ríkjanna til að viðhalda norrænu vinnumarkaðsfyrirkomulagi. Jafnframt fagnar vettvangurinn tillögum ESB um nútímavæðingu tilskipunar um viðurkenningu starfsréttinda og evrópskt starfsréttindaskírteini, þar sem skjót og einföld viðurkenning starfsréttinda sé ein forsenda umbóta á evrópskum vinnumarkaði. Loks hvetur vettvangurinn til stofnunar viðvörunarkerfis sem komi í veg fyrir að sérfræðingar sem gerst hafa sekir um afglöp í starfi í einu landi geti öðlast starfsréttindi í öðru.

Evrópskar samstarfsáætlanir og þátttaka sveitarfélaga og héraða

Drög að langtímafjárhagsáætlun ESB voru kynnt í fyrra og samningaviðræður um hana standa nú yfir. Áætlunin stýrir stefnumótun ESB til 2014–2020 og felur m.a. í sér tillögur að framtíðarfyrirkomulagi samstarfsáætlana sambandsins. Fyrirhugaðar breytingar miða að því að beina fé ESB til verkefna þar sem þess er mest þörf, og til að koma á einfaldara, skilvirkara og gagnsærra kerfi. Megináherslan er á Evrópu2020-áætlunina og ýmsar áætlanir eru sameinaðar undir einn hatt, t.d. menntun og æskulýðsmál munu falla undir Erasmus for All áætlunina og samkeppni, rannsóknir og nýsköpun undir nýja áætlun, Horizon2020.

Sveitarstjórnarvettvangurinn fjallaði á fundi sínum evrópskar samstarfsáætlanir á næsta tímabili og þátttöku sveitarfélaga og héraða. Tore Gronnongsæter, sérfræðingur hjá EFTA skrifstofunni, sagði frá þeim áætlunum sem EES EFTA ríkin taka þátt í og helstu nýmælum á næsta tímabili.

ottarVettvangurinn ályktaði um efnið en flutningsmaður ályktunarinnar var Óttarr Ólafur Proppé borgarfulltrúi í Reykjavík. Í ályktuninni er lýst ánægju með einföldun og sameiningu áætlana en óhóflegar skrifræðiskröfur hamla þátttöku sveitarfélaga í evrópsku samstarfi. Vettvangurinn lýsir ánægju með aukin framlög til menntamála og aðgerða til að koma í veg fyrir brottfall úr skólum og hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og taka þátt í áætlunum sem miða að því að draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Þá lýsir vettvangurinn ánægju með aukið fjármagn til rannsókna og þróunar sem skipti sköpum í byggðaþróun og hvetur EES EFTA ríkin til áframhaldandi þátttöku í Interreg áætlun ESB en áætlunin styrkir fjölda mikilvægra byggðaþróunarverkefna bæði í Noregi og á Íslandi. Þá er hvatt til aukins stuðnings við sveitarfélög svo þau geti nýtt sér þau tækifæri sem bjóðast til þátttöku í samstarfsáætlunum ESB og í tengslum við Þróunarsjóð EFTA. Athygli er vakin á því að sveitarfélög í ESB geta í auknum mæli nýtt sér uppbyggingarsjóði sambandsins til að ná markmiðum í löggjöf innri markaðarins á meðan hliðstæður stuðningur stendur ekki til boða í EES-ríkjunum vegna sömu löggjafar. Vettvangurinn kallar einnig eftir samráði við sveitarstjórnarstigið þegar ákvarðanir um þátttöku í samstarfsáætlunum eru teknar og að þátttaka sé ákveðin tímanlega til að tryggja að sveitarfélög geti hafið verkefni í upphafi nýs áætlanatímabils. Þá óskar vettvangurinn eftir því að EES EFTA ríkin skoði mögulega þátttöku í nýjum áætlunum sem skipta máli fyrir sveitarfélög, s.s. LIFE + og Europe for Citizens.

Nýjar Evrópureglur um meðferð persónuupplýsinga

Á undanförnum árum hefur meðferð persónuupplýsinga gerbreyst með örri þróun upplýsingatækni. Persónuupplýsingar er nú að finna víða á internetinu, t.d. með tilkomu netverslana og samskiptavefja s.s. fésbókar og twitter. Nýlegar kannanir sýna að 70% Evrópubúa óttast að persónuupplýsingar þeirra komist í rangar hendur, sem m.a. kemur í veg fyrir að möguleikar í tengslum við netverslun nýtist til fulls og þar með að innri markaðurinn sé fullkomnaður.

Á fundi sínum fjallaði seitarstjórnarvettvangurinn um drög að nýrri regluverð um meðferð persónuupplýsinga sem framkvæmdastjórn ESB birti í sumar. Henrik Ranio, forstöðumaður Brussel-skrifstofu finnska sveitarfélagasambandsins, kynnti tillögurnar á fundinum og helstu áhyggjuefni sveitarfélaga.

nilsNils A. Røhne, bæjarstjóri í Stange, kynnti í kjölfarið ályktun um efnið. Þar er nútímavæðingu persónuverndarreglna fagnað og áréttað að rétt meðferð persónuupplýsinga styrki lögmæti og traust á sveitarfélögum, bæði sem atvinnurekendum og veitendum þjónustu. Bent er á að meðferð persónuupplýsinga hjá sveitarfélögum og einkaaðilum sé ekki af sama meiði og því sé ekki viðeigandi að sömu reglur gildi að öllu leiti um hið opinbera og einkageirann. Fyrir sveitarfélög sé rétt að setja tilskipun, í stað reglugerðar, sem tryggi nægilegt svigrúm svo ekki sé vegið að sjálfstjórnarrétti þeirra, í samræmi við nálægðarregluna. Í þessu sambandi lýsir vettvangurinn áhyggjum af afleiddum gerðum sem taldar eru upp í frumvarpinu en þær veiti framkvæmdastjórn ESB óhóflegt vald til að skipa málum sem eiga að vera á forræði sveitarfélaga. Þá lýsir vettvangurinn áhyggjum af auknum stjórnsýslubyrðum og kostnaði sem reglugerðin hefði í för með sér, án augljósra umbóta á meðferð persónuupplýsinga hjá sveitarfélögum.