1. fundur vorið 2010

Íslenskir fulltrúar á fyrsta fundi sveitarstjórnarvettvangs EFTA voru:

  • Anna Guðrún Eðvarðsdóttir, FV
  • Elín Líndal, SSNV
  • Halldór Halldórsson, Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Jón Gnarr, Reykjavíkurborg
  • Páll Brynjarsson, SSV
  • Sveinn Pálsson, SASS

Þriðja EFTA-ríkið Liechtenstein hefur ekki tilnefnt fulltrúa að sinni.  


fulltruar EFTA FORUM

Á myndinni hér að ofan eru fulltrúar á sveitarstjórnarvettvangi EFTA á stofnfundinum í höfuðstöðvum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 22. júní 2010.

Á fyrsta fundi vettvangsins í Reykjavík var Halvdan Skard, formaður norska sveitarfélagasambandsins kjörinn formaður til eins árs og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga var kjörinn varaformaður. Gert ráð fyrir a.m.k. einum fundi á ári og að formennska skiptist reglulega á milli þátttökuríkja.

Viðurkenning á sveitarstjórnarstiginu s em hagsmunaaðila í EFTA/EES-s amstarfinu

Á stofnfundinum sagði aðstoðarframkvæmdastjóri (Deputy Secretary-General) EFTA Bergdís Ellertsdóttir stofnun vettvangsins eðlilega framþróun EFTA-samstarfsins þar sem EES-samningurinn hefði nú mikil áhrif á fjárhag og starfsemi sveitarfélaga, t.d. á sviði úrgangsmála og opinberra innkaupa.  Aðrir fyrirlesarar tóku í sama streng. „Samráðsvettvangur af þessu tagi er afar mikilvægur. Þið, sem sveitarstjórnarmenn finnið á eigin skinni hvernig Evrópulöggjöfin virkar í framkvæmd og það skiptir sköpum að rödd ykkar heyrist í EFTA.“ sagði Stefán Haukur Jóhannesson, varaformaður fastanefndar EFTA. Hann sagði sögulegt ójafnvægi nú lagfært og vettvanginn nýja brú milli EFTA og Evrópusambandsins.

Enda þótt staða Íslands hafi breyst með viðurkenningu þess sem ESB umsóknarlands og íslensk sveitarfélög geti þar með myndað tengsl við Héraðanefnd ESB, þá er framhaldið óvíst og svo getur farið að EES-samstarfið verði áfram aðgangur íslenskra sveitarfélaga að ESB. Vettvangurinn mun tryggja samráð þegar rætt er um að hvernig fella beri gerðir sem snerta sveitarstjórnarmál að EES-samningnum, stuðla að auknu samstarfi á sveitarstjórnarstigi milli þátttökulanda og gera sveitarstjórnarfólki í kleift að skiptast á skoðunum við kollega sína í Héraðanefnd ESB. Þá eru vonir bundnar við það að vettvangurinn verði til þess að auka þátttöku íslenskra sveitarfélaga í evrópskum samstarfsverkefnum og verkefnum sem styrkt eru af þróunarsjóði EFTA.