Sveitarstjórnarvettvangur EFTA

Mikilvægur áfangi fyrir íslensk og norsk sveitarfélög

efta forumVið gerð EES-samningsins gerðu menn sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif hann myndi hafa á sveitarfélög í EES-EFTA löndunum. Sveitarstjórnarstiginu var því ekki tryggð nein aðkoma að EES-samstarfinu. Síðar kom í ljós að stór hluti af evrópskri löggjöf sem innleidd er í gegnum EES-samninginn hefur áhrif  á sveitarfélög, allt að 70% að því er talið er, auk þess sem samningurinn tryggir sveitarfélögum aðgang að fjölmörgum evrópskum samstarfsáætlunum. Sveitarstjórnarstigið hefur því mikilla hagsmuna að gæta í EES-samstarfinu og í nokkur ár hafa íslenska og norska sveitarfélagasambandið beitt sér fyrir því að geta tengst því.

Til að koma á samráði við sveitarfélög samþykktu ráðherrar EFTA, á fundi sínum í Lugano í júní 2008, að setja á laggirnar vettvang fyrir kjörna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og Fastanefnd EFTA afgreiddi svo málið á fundi sínum í desember 2009. Meginmarkmiðið með vettvanginum er að tryggja þátttöku sveitarstjórnarmanna í EES-samstarfinu og koma á tengslum við Svæðanefnd ESB en í henni sitja kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá ESB ríkjunum sem hafa það hlutverk að fjalla um tillögur að evrópskri löggjöf sem varða sveitarstjórnarstigið. 

Fyrsti fundur vettvangsins fór fram í Reyjavík 22.-23. júní 2010 en þar var fyrsti formaður hans og varaformaður kjörinn. Enda þótt EFTA sveitarstjórnarvettvangurinn sé óformleg stofnun innan EFTA kerfisins mun vettvangurinn „geta haft áhrif á stofnanir ESB á sviði sveitarstjórnarmála, til hagsbóta fyrir öll EFTA-ríkin“ sagði einn fyrirlesara á stofnfundinum, Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB og varaformann fastanefndar EFTA.

14 íslenskir, norskir og svissneskir sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar í vettvanginum

Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga skipta með sér fulltrúum í vettvanginum. No

Aðalmenn af hálfu Íslands 2016-2018 eru:

  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Eyþings
  • Björn Blöndal, Reykjavíkurborg                                             
  • Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður SSS og Guðmundur Pálsson formaður frá hausti 2017
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS
  • Halldór Halldórsson, Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Sigrún Blöndal formaður SSA