Fréttir - EFTA

10. fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Brussel

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í tíunda sinn í Brussel, 24.-25. nóvember sl. Helstu viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni voru mögulegur fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna og græn störf en vettvangurinn samþykkti ályktanir um þessi tvö mál. Vettvangurinn fjallaði einnig um helstu mál á döfinni hjá EFTA, Eftirlitsstofnun EFTA og nýtt Evrópuþing og nýja framkvæmdastjórn ESB.

Lesa meira
2012-11-27-eea-efta-forum-XL

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Brussel

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjötta fund sinn í Brussel 26-27. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
Lesa meira
EFTA-FORUM2

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar á Ísafirði

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt fimmta fund sinn á Ísafirði 21-22. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. Helstu viðfangsefni að þessu sinni voru endurskoðun á EES-samningnum og evrópureglur um mat á umhverfisáhrifum, sem vettvangurinn ályktaði um.

Lesa meira
2010-11-26-forum-group-web

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um almannaþjónustu og orkunýtni

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt fjórða fund sinn í Brussel, 14.-15. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Lesa meira