Sveitarfélög og EES

Íslenska ríkið á aðild að yfirþjóðlegu samstarfi í gegnum EES-samninginn sem hefur víðtæk áhrif á starfsemi sveitarfélaga. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. EES-samningurinn tryggir sveitarfélögum einnig aðgang að ýmsum evrópskum samstarfsáætlunum. Þróunar- og alþjóðasvið sambandsins starfar að hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart EES-samningnum.

Haustið 2006 tók til starfa skrifstofa sambandsins í Brussel sem heyrir undir þróunar- og alþjóðasvið. Starfsemin er styrkt er af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir veitir skrifstofunni forstöðu. Skrifstofan annast almenna hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart EES-samningnum og aðstoðar sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.