Kópernikus-áætlunin

Áætlun Evrópusambandsins sem tryggir aðgang að upplýsingum um vöktun andrúmslofts, loftslags-breytinga,  lands  og sjávarumhverfis, stjórnun í neyðartilvikum og öryggismál, og sér um athuganir úr lofti, á láði og legi.  

Kópernikus tekur til vöktunar á yfirborði og umhverfi jarðarinnar með nýjustu gervitunglatækni. Með þátttöku fær Ísland aðgang að upplýsingum og þjónustu sem spáir fyrir um stöðu mála á sviðum sjávar, andrúmslofts, náttúruvár, öryggis og loftslagsbreytinga. Byggt er á notkun mjög nákvæmra gervitunglamynda og með aðild að áætluninni fær Ísland ókeypis aðgang að afar verðmætum gögnum. 
Landmælingar Íslands (LMÍ) hafa starfað náið með Umhverfisstofnun Evrópu og nýtt sér aðild að áætluninni en ýmis tækifæri eru til frekari þátttöku íslenskra stofnana. LMÍ taka nú þátt í tveimur þáttum áætlunarinnar sem snerta annars vegar kortlagningu yfirborð lands (CORINE-verkefnið) og hins vegar viðbrögð við náttúruvá. Árin 2013 og 2014 fengu LMÍ 22 milljónir króna vegna  CORINE-verkefnisins.  Samkvæmt CORINE er yfirborði lands skipt í 44 mismunandi flokka og 32 að finna hér á landi. Tilgangurinn með kortlagningunni er að búa til sé samræmdarn gagnagrunnur fyrir alla Evrópu þannig að samanburður milli landa sé mögulegur og hægt sé að fylgjast með breytingum á landnotkun.
Landmælingar Íslands hafa skuldbundið til að að afhenda kortagögn sem nýtast til að aðstoða þegar upp kemur náttúruvá en ísland fær einnig aðgang í nær rauntíma að gervitunglagögnum ef upp kemur vá hér á landi. Þetta tengist einu af meginverkefnum Kópernikus sem er að byggja upp viðbragðsþjónustu til að bregðast við náttúruvá og að gera kort og útvega gervitunglamyndir á neyðarstundu.