Erasmus+; styrkjaáætlun ESB á sviði menntamála, æskulýðsstarfs og íþrótta

Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB á sviði menntamála, æskulýðsstarfs og íþrótta sem gildir 2014-2020. 

Þeir sem hyggjast sækja um, sér í lagi þeir sem ekki hafa sótt um áður, eru hvattir til að kynna sér vel Erasmus+ handbókina – en þar eru upplýsingar um hvaða skilyrði umsækjandi þarf að uppfylla, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.


Í Menntahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir. Nánari upplýsingar um þá styrki veitir starfsfólk Erasmus+ á Íslandi hjá Rannís

Í Æskulýðshluta Erasmus+ eru þrír umsóknarfrestir. Nánari upplýsingar um þá styrki veitir starfsfólk Evrópu unga fólksins.

Í verkefni sem sótt er um beint  til Brussel eru ýmsir umsóknarfrestir á fyrri hluta árs. Miðstýrð samstarfsverkefni  hafa sértækari markmið en hefðbundin Erasmus+ samstarfsverkefni.  Miðstýrðu verkefnin snúa  annars vegar að samstarfi atvinnulífs og skóla svokölluð ,,Sector Skills Alliances“.  Þau verkefni ganga út á þróun nýrra námsleiða eða aðferða við kennslu og þjálfun í ákveðnum starfsgreinum.  Hins vegar eru þetta svokölluð ,,Knowledge Alliances“  sem ganga út á samstarf háskóla og atvinnulífs.  Þannig verkefni leitast við að þróa námsleiðir, námskrár  og önnur menntaúrræði í samstarfi háskóla og fyrirtækja.  Umsóknum skal skilað inn miðlægt til Brussel fyrir umsóknarfrest.

MENNTAMÁL

Eitt markmiða Erasmus+ er að auka gæði í menntun og þjálfun innan þeirra 34 Evrópulanda sem eiga aðild að áætluninni og stuðla að aukinni Evrópuvídd í menntastarfi.

Rannís er landskrifstofa fyrir mennta- og íþróttahluta áætlunarinnar Erasmus+ .

Hverjir geta sótt um?

Einungis lögaðilar geta sótt um styrki en ekki einstaklingar eins og áður var.

  • Fræðslu- og menntastofnanir á öllum skólastigum.
  • Fyrirtæki, samtök og aðrir lögaðilar sem sinna menntun.

Hvaða styrkir eru í boði?

Menntahluti Erasmus+ styður verkefni í tveimur flokkum.

  • Nám og þjálfun - námsferðir nemenda í starfsmenntun og á háskólastigi.
  • Fjölþjóðleg samstarfsverkefni á öllum skólastigum.

Samstarfsverkefni

eTwinning rafrænt skólasamstarf - engir umsóknafrestir

Fyrsta úthlutun Erasmus + 2014

Íslenskir skólar, fyrirtæki og stofnanir brugðust hratt og örugglega við nýrri mennta- og æskulýðsáætlun ESB  og margar góðar umsóknir bárust Landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Alls bárust 100 umsóknir í menntahluta áætlunarinnar árið 2014 þar sem sótt var um rúmlega 8,1 milljón evra. Í heild hefur 4,4 milljónum evra eða um 674 milljónum króna, verið úthlutað til 66 skóla, fyrirtækja og stofnana og munu mörg hundruð einstaklingar njóta góðs af þessum úthlutunum. Háskóli Íslands, Listaháskólinn og Háskólinn í Reykjavík hlutu hæast styrki, bæði til samstarfsverkefna og verkefna sem gefa nemendum og starfsfólki skólanna möguleika á að taka hluta af námi sínu og/eða sinna kennslu eða starfsþjálfun í Evrópu. 

Skólaverkefnin sem hlutu styrk á árinu 2014 eru afskaplega fjölbreytt og skemmtileg. Nokkur verkefni snúa að umhverfismálum, önnur að menningarlæsi, nokkur eru tónlistartengd og enn önnur snúa að lýðræði og smáríkjafræðum. Eitt verkefnanna tengist beint starfsnámi og annað gæðakerfum og faggildingu. Listi yfir alla sem fengu styrk í fyrra.  

ÆSKULÝÐSSTARF

Evrópa unga fólksins er þjónustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi. Skrifstofan veitir Erasmus+styrki til verkefna í æskulýðsstarfi og aðstoðar þá sem ætla að sækja styrki við að móta góð verkefni.

Nám og þjálfun í æskulýðsstarfi

Verkefni í þessum flokki snúast öll um einhverskonar ferðir þar sem fólk frá ólíkum löndum hittist og læri af hvert öðru. Sækja má um fleiri en eina verkefnisgerð í hverri umsókn, t.d. má sækja um námsferð starfsmanna og ungmennaskipti innan ramma sama verkefnis og í einni umsókn.

  • EVS sjálfboðaverkefniSamtök og stofnanir geta tekið á móti sjálfboðaliðum frá Evrópu eða aðstoðað ungt fólk til að fara í sjálfboðastarf.
  • UngmennaskiptiHópar ungs fólks, 13-30 ára, frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast og gera eitthvað saman í 1-3 vikur.
  • Þjálfun starfsmanna:  Styrkir vegna heimsókna, ráðstefna, námskeiðshalds o.fl. fyrir þá sem sinna málefnum ungs fólks.

Samstarfsverkefni

Samstarfsverkefni snúast um að stofnanir, samtök eða óformlegir hópar ungs fólks vinni saman þvert á landamæri til þess að ná settum markmiðum.

  • Stefnumiðuð samstarfsverkefni: Fjölþjóðleg verkefni sem snúast um nýsköpun í æskulýðsstarfi, þekkingartilfærslu og fleira.
  • Frumkvæði ungs fólks: Styrkir fyrir hópa ungs fólks, 15-30 ára, í tveimur eða fleiri löndum til að framkvæma hugmyndina sína.
  • Uppbygging utan Evrópu: Stór verkefni sem snúast um að byggja upp æskulýðsstarf utan Evrópu. Sótt er um þessa styrki beint til Brussel.

Stefnumótun

Stuðningur við stefnumótun í málefnum ungs fólks.

Fundir ungs fólks og ráðamanna

Tækifæri fyrir ungt fólk til að eiga samtal við ráðamenn um samfélagsmál, einkum málefni sem brenna á ungu fólki. Þessi verkefni geta bæði verið innlend og fjölþjóðleg.