Rights, Equality and Citizenship; mannréttinda-, jafnréttis- og borgararéttindaáætlun ESB

Markmið áætlunarinnar eru í níu liðum; styrkt verða verkefni sem ætlað er að:

 • berjast gegn mismunun
 • bejast gegn kynþáttamisrétti, þjóðernisrembu, fordómum gegn samkynhneigðum og öðrum skorti á umburðarlyndi
 • efla réttindi fólks með fötlun
 • efla kynjafnrétti og samþættingu kynjasjónamiða í ákvarðanatöku
 • koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, ungmennum, konum og gegn öðrum áhættuhópum
 • efla réttindi barna
 • efla gagnavernd
 • efla réttindi ESB-borgara
 • koma neytendvernd í framkvæmd

Hvernig verkefni eru styrkt?

 • þálfunarverkefni (mannaskipti, vinnuhópar, þróun kennsluefnis)
 • samstarfsverkefni, upplýsingamiðlun um fyrirmyndarverkefni, þróun upplýsingatæknitækja o.fl
 • herferðir, upplýsingamiðlun, ráðstefnur
 • stuðningur við lykilaðila (samevrópsk félagasamtök og regnhlífasamtök, stjórnvöld)
 • greiningarvinna (rannsóknir, gagnasöfnun, þróun aðferðafræði og vísa, gerð handbóka)

Áætlunin miðar m.a. að því að bæta aðstæður á vinnumarkaði og verður áhersla lögð á fimm flokka, þ.e. vinnumál, félagslega velferð og aukna þátttöku jaðarhópa í samfélaginu, bætta vinnuvernd og hollustu á vinnustöðum, aðgerðir til að draga úr mismunum og leiðir til að auka fjölbreytni og loks jafnréttismál. Frjáls félagasamtök, fyrirtæki, opinberar stofnanir, einstaklingar, háskólar og sveitarfélög. Tilgreint er í auglýsingum hverjir geta sótt um í hvert sinn. Auglýst er allt árið um kring eftir umsóknum í verkefni. Um tvenns konar verkefni er að ræða, annars vegar verkefni þar sem umsækjandi er verktaki og eru verkefni þá að fullu greidd af Evrópusambandinu og hins vegar verkefni þar sem Evrópusambandið óskar eftir ákveðnum hugmyndum og eru 80% af heildarkostnaði þeirra verkefna greidd. 

Velferðarráðuneytið hefur umsjón með áætluninni  

Tengiliður er Linda Rós Alfreðsdóttir.