04. mar. 2014

Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fyrir opinbera stjórnsýslu - umsóknarfrestur til 30. mars

  • logo nord balt

Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna býður styrki fyrir fyrir starfsmenn í opinberri stjórnsýslu til námsheimsókna, starfsþjálfunar, þjálfunar og uppbyggingu tengslaneta á svæðinu. Styrkir eru háðir því að þrjú lönd hið minnsta taki þátt í verkefnunum, þar af minnst eitt Norðurland og eitt Eystrasaltsríki. 

Sérstakt vefsvæði hefur nú verið sett á fót þar sem nálgast má upplýsingar um mögulega samstarfsaðila, skrá sig til að leita samstarfsaðila og sækja um í sjóðinn. Vinsamlega athugið að aðeins er auglýst eftir umsóknum einu sinni á ári.