17. jan. 2014

Horizon 2020, áætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun hleypt af stokkunum. Opið fyrir umsóknir.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú opnað fyrir umsóknir í Horizon 2020, 80 milljarða evra áætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun.

  • horizon2020_0

Áætlað er að verja 15 milljörðum evra í rannsóknir og nýsköpun fyrstu tvö árin.

Fjárveitingunni, sem heyrir upp á 15 milljarða evra fyrstu tvö árin, er ætlað að efla þekkingarknúið hagkerfi Evrópu og takast á við málefni sem munu skipta sköpum fyrir Evrópubúa. Tólf málefnasvið verða í brennidepli árin 2014 og 2015, m.a. persónubundin heilbrigðisþjónusta, tölvuöryggi og snjallar borgir. Rannís hefur umsjón með áætluninni á Íslandi.

Framkvæmdastjóri rannsókna, nýsköpunar og vísinda, Máire Geoghegan-Quinn lét eftirfarandi orð falla þegar áætluninni var ýtt úr vör: „Það er tími til kominn að hefjast handa. Fjárveitingar í gegnum Horizon2020 eru brýnar fyrir framtíð rannsókna og nýsköpunar í Evrópu, og munu stuðla að vexti, atvinnusköpun og auknum lífsgæðum. Við höfum hannað Horizon2020 með það að augnarmiði að auka skilvirkni og draga úr hindrunum til þátttöku í áætluninni. Ég biðla því til rannsakenda, háskóla og fyrirtækja, þ.á ,m.  lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og annarra að sækja um!“.