17. jan. 2014

Auglýst eftir umsóknum vegna kvikmynda- og menningaráætlunar ESB

Ný samstarfsáætlun ESB um kvikmyndalist og menningu, Creative Europe, tók gildi 1. janúar 2014. Opið er fyrir umsóknir.

  • Creative_EuropeLogo_230x-230x230

Ný samstarfsáætlun ESB um kvikmyndalist og menningu, Creative Europe, tók gildi 1. janúar 2014 og stendur hún yfir í sjö ár. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og fyrstu umsóknargögn eru komin á heimasíðu áætlunarinnar. Creative Europe verður starfrækt á tímabilinu 2014 – 2020 og mun 1,5 milljarður evra (245 milljarðar ISK) renna til ýmissa menningarverkefna og til eflingar evrópskri kvikmyndagerð á tímabilinu.

Creative Europe tekur við af MEDIA, MEDIA MUNDUS og Culture áætlunum ESB, sem lauk um áramótin. Hin nýja áætlun felur í sér álíka tækifæri til eflingar kvikmyndagerðar og menningar og eldri áætlanir. Rannís hefur umsjón með Creative Europe áætluninni. Íslensk heimasíða er í smíðum og verður tilbúin á næstunni en þangað til er hægt að nálgast allar upplýsingar á heimasíðu Creative Europe.