24. jan. 2011

Norðurslóðaáætlunin auglýsir eftir umsóknum

  • npp

Markmið Norðuslóðaáætlunarinnar er að styrkja norðurslóðir Evrópu á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála.  Einkum er lögð áhersla á tvennt, þ.e. annarsvegar ýmiskonar nýsköpun og samkeppnishæfni og hinsvegar sjálfbæra nýtingu auðlinda og eflingu samfélaga.  Undir hvort tveggja falla fjölmörg svið er varða sveitarfélög með einum eða öðrum hætti.  Norðurslóðaáætlun er 1 af 5 svæðaáætlunum  ESB sem tilheyra INTERREG IV og sú eina sem Ísland tekur þátt í.

Ýmsir aðilar geta tekið þátt í NPP verkefnum svo sem sveitarfélög, félagasamtök, ríkisstofnanir, atvinnuþróunarfélög, fyrirtæki, háskólar og rannsóknarstofnanir. Þátttaka í einstökum verkefnum getur verið blönduð og sérstök áhersla er lögð á samstarf atvinnulífs, háskóla og rannsóknarstofnana. Í hverju verkefni þurfa að vera samstarfsaðilar frá a.m.k. þremur löndum, þar af einu aðildarríki ESB.

Áherslur áætlunarinnar eru eftirfarandi

Áhersla 1 Efling nýsköpunar og samkeppnishæfni svæða

  • Nýsköpun, samstarfsnet, samkeppnishæfni
  • Bætt aðgengi

Áhersla 2 Sjálfbær þróun auðlinda náttúru og samfélags

  • Umhverfi sem styrkleiki norðurslóða og samhengi nýtingar og vernda.
  • Þróun samstarfs þéttbýlis og dreifbýlis og kynning arfleifðar.

Ítarlega lýsingu á áherslum áætlunarinnar er að finna í Operational Programme  og almenna kynningu á áætluninni má nálgast hér.  Jafnframt skal bent á heimsíðu áætlunarinnar  en þar er hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar.

Algengast er að umsækjendur sæki um forverkefni til að móta verkefnishugmyndir, finna samstarfsaðila og ljúka mótfjármögnun. Almennt er heildarkostnaður við forverkefni að hámarki 30.000 € og framlag áætlunarinnar 60% eða 18.000 €. Almennt standa forverkefni í 3 - 6 mánuði eða lengur eftir umfangi verkefna. Norðurslóðaáætlun hefur óskað sérstaklega eftir forverkefnum í tilteknar áherslur áætlunarinnar.

map_of_programme_area_npp_20072013_400

Þátttökulönd og starfsvæði áætlunarinnar

má sjá á meðfylgjandi korti.

Nú hefur verið auglýstur sjöundi umsóknarfrestur Norðurslóðaáætlunar sem rennur út 21. mars 2011. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á verkefni er falla að markmiðum um

  • Eflingu nýsköpunar og samkeppnishæfni á jaðarsvæðum
  •  Sjálfbæra þróun náttúruauðlinda og samfélags

Í ljósi þeirra efnahagslegu þrenginga sem þátttökulönd áætlunarinnar standa frammi fyrir er lögð sérstök áhersla á verkefni sem eru líkleg til að takast á við vaxandi atvinnuleysi og finna skapandi lausnir.  Ákveðin tækifæri til sóknar felast í núverandi efnahagsástandi og lögð er áhersla á að þau séu nýtt. Með aukinni samvinnu hinna ýmsu greina má ná árangri,  t.d. með samstarfi skapandi greina og hefðbundins atvinnulífs. Eftirfarndi svið eru sérstaklega til skoðunar:  Þekkingaryfirfærsla og samstarfsnet  rannsóknastofnana og fyrirtækja með að markmiði að auka getu til nýsköpunar, ná fram skilvirkara nýsköpunarkerfi og bætta samkeppnishæfni, samstarfsverkefni þéttbýlis og dreifbýlis um þróun þjónustu, samstarf fyrirtækja á sviði markaðssetningar, hagnýtingu tölvutækni til samskipta,  nýja þjónustu á sviði samgangna og menningarmála.

Landsskrifstofur  (Regional Contact Points) eru í hverju þátttökulandi og er þeim ætlað að aðstoða við leit að samstarfsaðilum, annast kynningu áætlunarinnar og vera í nánu samstarfi við þátttakendur í verkefnum.  Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu hér á landi. Mikilvægt er að umsækjendur setji sig í samband við umsjónaraðila áætlunarinnar hér á landi áður en hafist er handa við vinnslu umsókna m.a. til að fá upplýsingar um fjárhagsramma áætlunarinnar.  

Byggðastofnun hefur umsjón með áætluninni á Íslandi. Tengiliður áætlunarinnar er Þórarinn V. Sólmundarson.