Employment and Social Innovation (EaSI); vinnu- og félagsmálasjóður ESB

Markmið sjóðsins er að styðja vinnumarkaðinn, frjálst flæði vinnuafls og nýsköpun á sviði félagsmála. Verkefnum er ætlað að:

  •  auka stuðning við markmið ESB í málaflokknum og samhæfingu aðgerða ESB og aðildarríkja í atvinnumálum, félagsmálum og félagslegri þátttöku (e. inclusion).
  • styrkja uppbyggingu félagslegra kerfa og vinnumarkaðstefnumótun. 
  • endurbæta ESB löggjöf og tryggja að farið sé að reglum
  • efla færanleika vinnuafls og skapa atvinnutækifæri með aðgengilegum vinnumarkaði
  • fjölga fjármögnunarmöguleikum (t.d. e. microfinancing) fyrir hópa sem eiga undir högg að sækja, örfyrirtæki og félagsleg fyrirtæki (e. social enterprises)

Áætlunin er þríþætt:

  1. PROGRESS fyrir nútímavæðingu vinnumarkaðar og félagsmálastefnu
  2. EURES - evrópska atvinnumiðlunin
  3. Smálán og félagsleg fyrirtæki fyrir hópa sem eiga undir högg að sækja, örfyrirtæki og félagsleg fyrirtæki (e. social enterprises)

Velferðarráðuneytið hefur umsjón með áætluninni 

Tengiliður er  Linda Rós Alfreðsdóttir.