COSME - Áætlun til að efla samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu

COSME áætluninnni er ætlað að styrkja samkeppnishæfni og sjálfbærni evrópskra fyrirtækja og efla frumkvöðlamenningu til að ýta undir uppbyggingu og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þessum markmiðum á að ná á eftirfarandi hátt:

  • Efling frumkvöðlastarfs og frumkvöðlamenningar
  • Bæta aðgengi að mörkuðum, sérstaklega innan Evrópu en einnig á alþjóðlega vísu
  • Bæta lagaumhverfi til að stuðla að samkeppnishæfni og sjálfbærni evrópskra fyrirtækja, einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar með talins ferðamannaiðnaðarins
  • Bæta aðgengi að fjármagni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Opinberir aðilar geta sótt um styrki undir tilteknum liðum áætlunarinnar, t.d. í tengslum við Aðgerðaáætlun ESB í ferðamannaiðnaði, m.a. til: 

  • þróunar/kynningar á t.d. menningar eða iðnaðartengdri ferðaþjónustu yfir landamæri í Evrópu, s.s.  hjólaleiðum, sjáfbærri ferðaþjónustu, strandsvæða eða neðansjávarferðamannastöðum o.fl. 
  • þróunar/kynningar á sértækri ferðaþjónustu á Evrópuvísu, t.d. til að efla tengsl skapandi greina og ferðamennsku. 
  • eflingar samstarfs opinberra og einkaaðila á Evrópuvísu til að þróa ferðaþjónustu ætlaða sérstökum aldurshópum (t.d. eldra fólki - silfurferðamennsku- eða ungmennum) til að efla ferðaþjónustu milli Evrópuríka utan háannatíma. 
  • að setja á fót þekkingarmiðlunarvettvanga þar sem ferðaþjónustuaðilar geta lært hver af öðrum, kynnst nýjum samstarfsaðilum og mörkuðum.

Verkefni af þessum toga standa að jafnaði í 18 mánuði og meðalstyrkir nema 250.000 evrum. Dæmi um verkefni sem hafa fengið styrki er t.d. þróun stjörnuskoðunarferða í Evrópu og Járntjaldsleiðin -  hjólastígar sem fylgja járntjaldi Sovéttímans. 

Nánari upplýsingar er að finna á  síðu (EASME) og  hér.  Enterprise Europe Network er starfrækt undir þessari áætlun og hefur slóðina  www.een.is. Enterprise Europe Network býður litlum- og meðalstórum fyrirtækjum, háskólum og rannsóknastofnunum fjölbreytta þjónustu. Tengiliður áætlunarinnar er Mjöll Waldorff á Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð, sími 522 9268 og netfang:  mjoll@nmi.is