• Limbazi_gerb

Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila

Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration.

Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration

Norræna ráðherranefndin styrkir námsferðir starfsmanna ríkis, sveitarfélaga og sveitarfélagasamtaka á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum til að kynna sér stjórnsýslu og stofna til gagnkvæmra tengslaneta. Ekki eru styrktar ferðir innan Norðurlandanna, heldur á milli þeirra og Eystrasaltsríkjanna.  Hvert styrkjaverkefni verður að hafa þátttakendur frá a.m.k. þremur landanna. Eingöngu eru veittir styrkir vegna ferða- og uppihaldskostnaðar að hámarki 110 EUR á dag. Þátttakendur þurfa sjálfir að bera 30% af kostnaði. Frestur til að sækja um á þessu ári er til 30. mars nk.

Sveitarfélagið Limbazi hyggst sækja um styrk til að skiptast á reynslu varðandi áætlanagerð, endurnýjanlega orku, orkunýtni, íbúalýðræði o.fl.

Frekari upplýsingar veitir: Girts Ieleja, framkvæmdastjóri, tölvupóstfang: Girts.ieleja@limbazi.lv; sími: 0037129228858).

Nánari upplýsingar um sjóðinn: