• cor

Áherslur héraðanefndar ESB árið 2012

Héraðanefndin hefur kynnt pólitískar áherslur sínar fyrir árið 2012. Efst á baugi eru fjármál ESB, byggðastefnan og landbúnaðarstefna Sambandsins.

Héraðanefndin hefur kynnt pólitískar áherslur sínar fyrir árið 2012. Efst á baugi er:

  • Fjárhagsáætlun ESB 2014-200.  
  • Framtíðarfyrirkomulag byggðastefnu sambandins.
  • Endurskoðun landbúnaðarstefnu sambandsins.
  • Evrópa2020-áætlunin.
  • Loftlagsbreytingar og orkustefna ESB.
  • Aðgerðir til að bregðast við efnahags- og fjármálakreppunni.

Á árinu verða króatískir áheyrnarfulltrúar boðnir vellkomnir til liðs við Héraðanefndina. Helstu viðburðir á árinu verða OPEN DAYS að vanda, Fimmta Evrópuþing  héraða og borga í Kaupmannahöfn dagana 22-23. mars, ráðstefna um upplýsingagjöf og almenning 17-28.október, og ráðstefnur um ár virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna, borgaraátak og áætlunarramma fyrir byggðastefnuna á næsta tímabili o.fl.
Vakin er athygli á rafrænu fréttabréfi Héraðanefndarinnar sem kemur út reglulega, áskrift fæst hér.