• starfsaaetlun-esb

Starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB 2012 kynnt

Framkvæmdastjórn ESB hefur nú birt  starfsáætlun sína fyrir árið 2012. Áætlunin ber yfirskriftina Nýtt upphaf fyrir Evrópu en meginviðfangsefnin lúta að aðgerðum til að bregðast við efnhagskreppunni.

Framkvæmdastjórn ESB hefur nú birt  starfsáætlun sína fyrir árið 2012. Áætlunin ber yfirskriftina Nýtt upphaf fyrir Evrópu en meginviðfangsefnin lúta að aðgerðum til að bregðast við efnhagskreppunni.  Fjöldi mála hefur áður verið kynntur en nú er komið að því að ýta þeim úr vör á Evrópuvísu og innan aðildarríkjanna. Af markverðum viðfangsefnum á árinu má nefna:

  • Stöðugleiki og ábyrgð: Aðgerðir sem miða að umbótum í efnahagsmálum.  Sérstök áhersla er lögð á bætta skattheimtu og að berjast gegn virðisaukaskattsvikum og öðrum skattsvikum.
  • Vöxtur og samstaða: Áframhaldandi uppbygging innri markaðarins sem helsta drifkrafts vaxtar og atvinnusköpunar í ESB. Sérstök áhersla er lögð á vöxt hins rafræna innri markaðar og að auka viðskipti yfir landamæri. Einnig stendur til að endurskoða leiðbeinandi reglur um svæðisbundna ríkisaðstoð og lífeyrismál og gripið verður til aðgerða til að koma í veg fyrir óþarfa skriffinnsku við fólksflutninga. Sjálbær vöxtur er í forgrunni og því skipa aðgerðir til á sviði umhverfismála og til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda háan sess. Nýrri tiskipun um orkunýtni bygginga er ætlað að stuðla að sjálfbærum vexti en gert er ráð fyrir að á grundvelli hennar skapist 3 milljónir nýrra starfa ásamt því að dregið verði úr útblæstri gróðurhúsaloftteguunda.
  • “Snjallréttur” (e. smart reglulation): Aðgerðir til að draga úr skrifræði; einföldun og umbætur á lagagerð. Til að bæta lagasetningu og gefa borgurum frekari kost á að hafa áhrif þá verður umsagnarfrestur um tillögur framkvæmdastjórnarinnar lengdur úr tveimur mánuðum í þrjá.

Ísland er hluti af innri markaðnum í gegnum EES-samninginn og því geta ýmis viðfangsefni framkvæmdastjórnarinnar á árinu hafi áhrif á íslensk sveitarfélög.