• borg

Borgir framtíðarinnar - framkvæmdastjórn ESB birtir áhugaverða skýrslu um stöðu þéttbýlissvæða í Evrópu

Í október birti framkvæmdastjórn ESB áhugaverða skýrslu um framtíð borga í Evrópu. Skýrslan er afrakstur könnunar sem ætlað var að leiða í ljós þær áskoranir sem borgir í Evrópu glíma við á næstu árum, tækifæri til þróunar í þéttbýli í framtíðinni og hlutverk borga í byggðaþróun og framkvæmd Evrópu2020-stefnunnar.

Í október birti framkvæmdastjórn ESB áhugaverða skýrslu um framtíð borga í Evrópu. Skýrslan er afrakstur könnunar sem ætlað var að leiða í ljós þær áskoranir sem borgir í Evrópu glíma við á næstu árum, tækifæri til þróunar í þéttbýli, hlutverk borga í byggðaþróun og framkvæmd Evrópu2020-stefnunnar.

Tveir þriðju hlutar Evrópubúa búa í þéttbýli og borgarbúum heldur áfram að fjölga. Það hvernig borgum farnast í framtíðinni mun ráða úrslitum um efnahagslega, félagslega og svæðisbundna þróun í Evrópu. Þéttbýliskjarnar gegna lykilhlutverki í efnahagslífinu og sem miðstöðvar þjónustu við nærliggjandi svæði. Þéttbylissvæði geta einnig verið í forustu á sviði orkusparnaðar stuðlað að því að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma glíma flest þéttbýlissvæði við vaxandi atvinnuleysi, félagslega einangrun og fátækt.

Skýrslan varpar ljósi á ýmsa áhugaverða þróun, s.s. þá staðreynd að víða endurspeglar stjórnsýslan ekki lengur landfræðilegar, félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar og umhverfislegar aðstæður nútímaborga og að þörf er á breyttu,  sveigjanlegra fyrirkomulagi stjórnsýslu.

Skýrslan sýnir að borgir og bæir í Evrópu hafa áþekk markmið og gildi - sameiginlega framtíðarsýn þar sem borgir eru vettvangur:

  • félagslegra framfara, samheldni, félagslegs jafnréttis, heilsu og menntunar fyrir alla;
  • lýðræðis, menningar, umræðu og fjölbreytni;
  • „grænnar“, vistfræðilegar framþróunar og umhverfisverndar;
  • efnahagslegrar þróunar.

Borgir gegna lykilhlutverk í svæðisbundinni þróun í  Evrópu en skýrslan sýnir að víða á sjálfbær þróun þéttbýlis undir högg að sækja, m.a. vegna:

  • lýðfræðilegra breytingam s.s. hækkandi meðalaldurs íbúa, minnkandi borga og fólksflutninga;
  • margar borgir glíma við efnahagslega stöðnun og vaxandi atvinnuleysi;
  • vaxandi bils milli ríkra og fátækra og versnandi lífskjara hópa sem eiga undir högg að sækja ásamt aukinni félagslegri einangrun;
  • sífellt fleiri „falla utan garðs“ sem gerir það að verkum að „undirsamfélög“ myndast sem eru fjandsamleg öðrum hópum og hinu almenna samfélagi.
  • útþensla borga með sk. „lágþéttnibyggðum“ sem auka kostnað þjónustu og samgangna og auka umferðarþunga og þrýsting á náttúruauðlindir og vega að líffræðilegri fjölbreytni, o.s.frv.

Þörf er á nýjum stjórnarháttum til að takast á við þessar áskoranir, t.d. þurfa borgir að gera heildræn líkön af sjálfbæru þéttbýlisskipulagi og tileinka sér sveigjanlegri stjórnarhætti en áður.

Nánari umfjöllun um könnunina og niðurstöður skýrslunnar er að finna hér.